Erlent

Tígrisdýr skotið til bana skammt frá Eiffel turninum

Anton Egilsson skrifar
Sirkusinn sem tígrisdýrið slapp frá er skammt frá Eiffel-turninum í París.
Sirkusinn sem tígrisdýrið slapp frá er skammt frá Eiffel-turninum í París. Vísir/Getty
Tígrisdýr sem slapp úr sirkus skammt frá Eiffel turninum í Parísarborg í gær var skotið til bana af lögreglu eftir að það hafði leikið lausum hala í borginni um stund. Sky greinir frá þessu.

Tígrísdýrið sem vó rúm 200 kíló var sýningadýr í Bormann-Moreno sirkusnum, sem staðsettur er í um eins kílómetra fjarlægð frá Eiffel turninum, en því tókst að brjóta sér leið út úr búri sínu á fimmta tímanum í gær.

Allar almenningssamgöngur á svæðinu voru stöðvaðar eftir að lögreglu var gert viðvart um að tígrisdýrið væri á vappi um götur borgarinnar og var hópur viðbragðsaðila sendur á staðinn. Var tígrisdýrið króað af í húsasundi þar sem það var skotið til bana.

„Ég sá tígrísdýr á hlaupum og heyrði þrjú byssuskot. Tígrísdýrið lá svo liggjandi á götunni í blóði sínu,“ sagði vitni á staðnum.

Enn sem komið er ekki er vitað til þess að tígrísdýrið hafi unnið neinum mein á þeim tíma sem það gekk laust um borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×