Innköllun

Fréttamynd

Innköllun á Prime orkudrykkjum

MAST og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa ákveðið að innkalla sex drykkjartegundir af orkudrykknum Prime Energy í 330 millilítra dósum. Drykkurinn inniheldur L-þíanín sem ekki hefur fengið leyfi í öðrum matvælum en fæðubótaefnum í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Kalla inn Nóa Kropp vegna hnetu­smits

Ákveðið hefur verið að kalla inn 200 gramma pakkningar af Nóa Kroppi. Ástæðan er blöndun sem átti sér stað við pökkun sælgætisins, sem veldur því að heslihnetur komust í kroppið. 

Neytendur
Fréttamynd

Skor­dýr í kryddi og gler­brot í súpu

Krydd sem var flutt inn af Krónunni og selt í verslunum hennar hefur verið innkallað vegna þess að skordýr fannst í því. Þá hefur Sælkerabúðin ákveðið að innkalla súpu því að í henni fundust glerbrot.

Neytendur
Fréttamynd

Hætta á matar­eitrun: Inn­kalla osta­sósu

Aðföng hafa ákveðið að innkalla ostasósuna „Santa Maria Dip Nacho Cheese Style“ í 250 gramma dósum. Ástæða innköllunarinnar er að í tiltekinni framleiðslulotu greindist baktería sem valdið getur matareitrun.

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla Carbonara kjúklingapasta

Álfasaga ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Carbonara kjúklingapasta. Ástæða innköllunar er röng innihaldslýsing og ómerktir ofnæmisvaldar, bæði egg og sellerí.

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla grænkerarétt

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað vöru að nafni Shicken Butter Curry eftir að málmstykki fannst í pakkningu. Varan hefur verið seld í verslunum Krónunnar, Nettó, Hagkaupa og í Vegan búðinni. 

Neytendur
Fréttamynd

Fastus innkallar spaða vegna arómatísks amíns

Fyrirtækið Fastus hefur innkallað „Paderno World Cuisine“ eldhússpaða úr plasti. Ástæðan er að flæði arómatísks amíns fer yfir leyfileg mörk samkvæmt reglugerðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vöru hennar og farga henni eða skila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inn­kalla spínat­pasta vegna að­skota­hluta

Heildsalan Danól ehf. hefur innkallað spínatpasta frá vörumerkinu Pastella í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Ástæðan er sú að málmagnir fundust í vörunni, samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu.

Neytendur
Fréttamynd

Litlar málmflísar fundust í Haribo sælgæti

Litlar málmflísar fundust í sælgæti frá Haribo og hefur Matvælastofnun því varað við neyslu á vissum framleiðsludagsetningum af Haribo sælgæti. Fyrirtækið Danól flytur vörurnar inn og hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla pönnukökublöndu vegna aðskotaefna

Matvælastofnun vill vara við einni framleiðslulotu af Amisa lífrænni pönnukökublöndu sem fyrirtækið Heilsa ehf. flytur inn vegna aðskotaefna (trópanbeiskjuefni; atrópín og skópalamín) sem greindust yfir mörkum.

Neytendur
Fréttamynd

IKEA inn­kallar veiði­leik­fang

IKEA hefur ákveðið að innkallaBLÅVINGAD veiðileik og hvetur viðskiptavini til að skila í verslun vegna köfnunarhættu. Varan verði að fullu endurgreidd.

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla MUNA hampolíu vegna of mikils THC

Icepharma hefur sent frá sér tilkynningu um innköllun á framleiðslulotu af MUNA hampolíu vegna of hás innihalds af THC (tetrahydrocannabinol). Ráðist er í innköllunina í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Köku­deig Evu Lauf­eyjar innkallað: „Gjör­sam­lega miður mín“

Katla hefur gefið út sölustöðvun og innköllun af markaði á smákökudeigi sem fyrirtækið framleiddi í samstarfi við Evu Laufey.  Um er að ræða tvær tegundir af kökudeigi sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og seldist upp hjá framleiðanda. Fjölmargir hafa tjáð sig um deigið í nokkrum samfélagsmiðlahópum og sagt frá hræðilegri lykt sem gýs upp þegar það er tekið úr umbúðunum. Eva Laufey segist miður sín vegna málsins. 

Neytendur
Fréttamynd

Inn­kalla hættu­legan stól

Ikea hefur innkallað skrifborðsstól af gerðinni Odger í kolgráum vegna hættu á að fóturinn brotni með tilheyrandi fall- og slysahættu.

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla Salt Skum sælgæti vegna aðskotahlutar

Matvælastofnun varar við neyslu á S-marke Salt Skum vegna aðskotahlutar (plastþráðar). Fyrirtækið Core heildsala hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.

Neytendur