Fótbolti

Strákarnir okkar settu áhorfsmet í Bandaríkjunum

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Þrjár milljónir horfðu á Emil Hallfreðsson og strákana okkar í Bandaríkjunum.
Þrjár milljónir horfðu á Emil Hallfreðsson og strákana okkar í Bandaríkjunum. vísir/Vilhelm
Ísland og Argentína gerðu jafntefli, 1-1, í fyrsta leik liðanna á HM 2018 í Rússlandi en einn af sigurvegurum leiksins var bandaríska sjónvarpsstöðin FOX. Deadline greinir frá.

Leikur strákanna okkar gegn Messi og félögum hans var sá leikur sem flestir hafa horft á hingað til í Bandaríkjunum en að meðaltali horfðu 2,9 milljónir á allan leikinn.

Þegar streymisveita FOX er tekinn með horfðu að meðaltali 3,1 milljónir Bandaríkjamanna á leikinn en mest voru fjórar milljónir að horfa á leikinn vestanhafs.

Það hafa ekki fleiri horft á leik á ensku í bandarísku sjónvarpi síðan árið 2016 og gleðin því mikil hjá yfirmönnum FOX sem keyptu HM-réttinn dýrum dómum.

Töluvert fleiri horfa reglulega á fótboltaleiki á spænsku en ensku í Bandaríkjunum en mexíkóska landsliðið fær ævintýralegt áhorf þar í landi þegar að það spilar enda tugmilljónir Mexíkóa búsettir í Bandaríkjunum.

Áhuginn á HM virðist mikill í Bandaríjunum því áhorfið hjá FOX er 15 prósent meira núna en á riðlakeppnina fyrir fjórum árum og 59 prósent meira en í Suður-Afríku fyrir átta árum.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar

Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×