fréttamaður

Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Lögreglan gerir ekki mistök

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í gær til að svara fyrirspurnum um týnd sönnunargögn í tveimur sakamálum.

Röðuðu saman erfðamengi Hans Jónatans

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.

Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík

Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum.

Klíkumyndun

Orðalag bréfs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til dómsmálaráðherra í kjölfar skipunar átta héraðsdómara var meira en lítið athyglisvert. Settur ráðherra telur mikilvægt að koma leikmönnum að umsagnarferlinu um dómara að danskri fyrirmynd til að draga úr „hættu á klíkumyndun í vali dómara“.

Dómsmálaráðherra ætlar að endurskoða reglur um skipun dómara

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að skoða þurfi breytingar á reglum og mögulega einnig lögum um dómstóla til að vanda ferlið við skipun dómara. Tvær vikur sé allt of skammur tími til að fara yfir niðurstöður dómnefndar. Þá þurfi að skoða mögulega aðkomu leikmanna að matsferlinu.

Áfram dráttur á skipun dómara

Skipun héraðsdómara mun dragast eitthvað áfram en Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, fékk svarbréf dómnefndar um hæfni dómara í gær. Ráðherrann hyggst nota næstu daga til að fara yfir svarbréfið og meta næstu skref.

Geðþótti

Það var rétt hjá settum dómsmálaráðherra að óska eftir skýringum frá dómnefnd um hæfni dómara því ekki verður annað séð en að umsögn nefndarinnar um umsækjendur um embætti héraðsdómara byggist á ómálefnalegum sjónarmiðum.

Mikill vöxtur einkaneyslu í fyrra þrátt fyrir aukinn sparnað

Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra.

Sjá meira