Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sorgardagur í Odessa

Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Slík upplýsingagjöf hefur haldið áfram eftir að málið komst upp. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendum hafa verið hótað brottvísun þegar þeir störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Á allt eins von á gosi um helgina

Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sjálfstæðismenn saka ríkisstjórn og stéttarfélög um að ráðskast með sveitarfélögin við gerð kjarasamninga. Formaður Sambands sveitarfélaga hafi ekki komið andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýrt á framfæri. Heimir Már fer yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Vöruð við því strax í upp­hafi að hún ætti ekki séns

Þóra Arnórsdóttir segist aldrei hafa gert ráð fyrir að ná kjöri sem forseti Íslands í kosningunum 2012, þar sem hún bauð sig fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta. Þóra ræddi hæðir og lægðir forsetaframboðs í Íslandi í dag í fyrradag.

„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði nei­kvæð á­hrif á vinnumarkaðssátt

Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina.

Mögu­legir fram­bjóð­endur komnir í sam­band við al­manna­tengla

Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum.

„Hugsum áður en við setjum eitt­hvað í loftið“

Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. 

Inn­lit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið

Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var.

Palestínskar konur í broddi fylkingar

Frelsi og mannréttindi palestínskra kvenna verða í forgrunni í kvennagöngu sem gengin verður frá Arnarhóli síðdegis í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Skipuleggjandi hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna, það hafi sjaldan verið mikilvægara.

Sjá meira