Enski boltinn

Salah sló met Torres og nálgast Rush

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.
Salah hefur verið magnaður á tímabilinu. vísir/getty
Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, sló í gær met Fernando Torres um flest mörk skoruð á sínu fyrsta tímabili fyrir Liverpool. Salah nálgast einnig met Ian Rush.

Salat fór algjörlega á kostum í gær þegar Liverpool burstaði Watford 5-0, en Salah kom að öllum mörkum Liverpool; skoraði fjögur og lagði upp eitt mark fyrir Roberto Firmino.

Þegar Salah skoraði sitt annað mark í gær tók hann fram úr Fernando Torres um flest mörk skoruð á einu tímabili.

Torres skoraði 33 mörk en með öðru marki sínu í gær komst Salah upp í 34 mörk. Hann er nú kominn í 36 mörk með mörkum sínum tveimur í síðari hálfleik.

Flest mörk sem einn leikmaður Liverpool hefur skorað á einu tímabili er Ian Rush. Hann skoraði 47 mörk tímabilið 1983-84, en sjö leikir eru eftir af tímabilinu hjá Liverpool í deildinni auk þess sem liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×