Körfubolti

Pizzastaðurinn hans LeBrons James vex og dafnar á methraða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
Bandaríkjamenn eru svo hrifnir af Blaze Pizza, svo hrifnir að LeBron James og fjárfestingarfélagar hans hafa 25-faldað virði fyrirtækisins á fimm árum.

NBA-leikmaðurinn LeBron James er einn allra stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna og hann hefur ekki bara tekið góðar ákvarðanir inn á körfuboltavellinum. Kappinn virðist hafa einnig auga fyrir góðum viðskiptatækifærum. ESPN segir frá.

LeBron James og félagar lögðu til eina milljón dollara til að stofnsetja bökustaðinn Blaze Pizza árið 2012 og nú er eignarhlutur þeirra í Blaze Pizza virði 25 milljón dollara.

James á nú tíu prósent hlut í Blaze Pizza en það lítur út fyrir að hann græði líka vel á því þegar leyfin verða seld áfram víðsvegar út um Bandaríkin.

Blaze Pizza hefur vaxið gríðarlega á þessum stutta tíma og það þótt að samningur LeBron við McDonald's kæmi í veg fyrir að hann mætti auglýsa pizza-staðinn sinn. Fréttirnar að hann ætti í staðnum voru hinsvegar nægileg hvatning fyrir suma. Staðurinn hefur líka slegið í gegn og fólk er greinilega ánægt með bökurnar.

Það eru bjartir tímar framundan hjá Blaze Pizza sem er nú sá matstölustaður sem hefur stækkað mest á stystum tíma í sögu Norður-Ameríku. Alls eru nú til 200 staðir en stefnan hefur verið sett á Blaze Pizza  staðirnir verði orðnir þúsund fyrir árið 2022. Eftir fimm ár gætu því heildarsölutölur Blaze Pizza verið orðnar í kringum einn milljarð dollara.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×