Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Munu fara með fólk í ferðalag aftur í tímann

Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla í desember að ferðast með fólk aftur í tímann um nokkra áratugi á jólaskemmtun sinni. Þau eru miklir aðdáendur amerískra jólalaga frá sjötta og sjöunda áratugnum.

Lífið
Fréttamynd

Lengi langað að heimsækja Ísland

Tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni hér á landi í upphafi næsta árs. Ísland verður fyrsta stopp á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns, Bobs Marley.

Lífið
Fréttamynd

Út með smáatriði og inn með pönkið

Hljómsveitin Sykur býr sig nú undir að gefa út sína fyrstu plötu síðan árið 2011. Þau hafa meira verið í því að spila erlendis síðustu ár en munu bæta úr því og halda stórtónleika hér á landi í desember.

Tónlist
Fréttamynd

Tár sást á hvörmum tölvu­leikja­spilara

Lúðrasveitin Svanur hefur sett brag sinn á bæjarlíf Reykvíkinga síðan 1930. Í dag blæs sveitin til tölvuleikjatónleikaveislu í Hörpu en hún hélt sambærilega tónleika árið 2013 sem vöktu mikla lukku.

Tónlist
Fréttamynd

Peningar í vasanum hjá GKR

Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, vakti mikla athygli á síðasta ári, fyrir vasklega framgöngu í rappinu.

Tónlist
Fréttamynd

Rappari landsins frá Akureyri

KÁ-AKÁ er rappari frá Akureyri sem hefur verið að gera það gott. Hann sendi frá sér EP plötuna Bitastæður sem hann segir vera einfalda pælingu - bara trap bangers sem fá fólk til að hreyfa sig. KÁ-AKÁ segir það fínt að vera rappari á Akureyri.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður“

Kaleo hefur selt milljón eintök af smáskífu sinni Way Down We Go í Bandaríkjunum, en það er platínusala. Sveitinni var afhent platínuplata í New York borg á dögunum. Sveitin er nú á ansi stífu tónleikaferðalagi.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt lag og myndband um píkur

Tónlistarkonan Anna Tara Andrésdóttir sendir frá sér nýtt lag með Reykjavíkurdætrum í dag sem heitir Pussypics. Spurð út í hvaðan hugmyndin að laginu komi segir Anna: "Það er mjög erfitt fyrir mig að segja hvaðan hugmyndin að laginu kemur, píkur eru í raun þema sem ég hef legið yfir í um eitt ár. Það er til svo mikið meira af typpamyndum í heiminum en píkumyndum. Svo er meirihluti þeirra píkumynda á forsendum karla eins og til dæmis úr klámi. Þannig að mér finnst í raun vanta vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna,“ útskýrir Anna.

Lífið
Sjá meira