Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru úr Fréttablaðinu og af Vísi.

Fréttamynd

Hvað er svona merkilegt við „Það“?

Hér höfum við glænýja aðlögun þar sem fyrri helmingur bókarinnar er tekinn fyrir. Við fylgjumst með sjö ungmennum í smábænum Derry í Maine, hópi sem kallar sig Aulana (The Losers Club) og þarf daglega að glíma við ofbeldi og annars konar áreiti frá hrottum eða vafasömum foreldrum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Gott að eiga góða granna

Undir trénu er hresst dæmi um það hvernig er hægt að hnoða öfluga kómík úr litlum harmleikjum, sumum reyndar hversdagslegri en öðrum í þessu tilfelli. Hér segir frá skuggalega venjulegu fólki sem fer í tilgangslaust stríð við hvert annað, fólki sem forðast sín eigin vandamál með því að beina þeim yfir á aðra. Við fylgjumst með nágrannaerjum og forræðisdeilum sem fluttar eru á óheppileg stig. Þess vegna má ekki vanmeta það hvað eitt tré eða viðvaningslegt kynlífsvídeó getur valdið miklum usla, eða verið grimmur kveikiþráður að slíkum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fjörugt en formúlubundið tvíeyki

The Hitman's Bodyguard er klárt dæmi um bíómynd sem væri argasta tímasóun ef lykildúóið á skjánum smylli ekki saman. Efniviðurinn er teygður, fyrirsjáanlegur, löðrandi í úldnum klisjum og myndin er hvorki skrifuð af mikilli hnyttni né vel gerð tæknilega, en á meðan samverustund leikaranna gefur frá sér kátínu er öruggt að segja að afþreyingargildið skili sínu. Hér skiptir nefnilega ekkert annað máli en samspilið og þrasið hjá þeim Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson. Persónuleikar þessara manna halda handritinu á floti og gefa því eitthvað líf, ekki öfugt.

Lífið
Fréttamynd

Góð lög, verri flutningur

Góðar lagasmíðar, en einhæfar útsetningar og flatur söngur olli vonbrigðum á upphafstónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Magnþrungin saga hetjudáða og kraftaverka

Nafnið Christopher Nolan er í dag löngu orðið að tákni um ákveðin gæði. Þessi breski leikstjóri og handritshöfundur er á meðal þeirra fremstu í sínu fagi þegar markmiðið er að tvinna saman hugmyndaríkar spennusögur eða öflugt sjónarspil við marglaga efnivið sem sækir oft í athyglisverð þemu. Nýjasta stórvirki Nolans markar hans fyrstu tilraun til þess að segja (stríðs)sögu sem á sér stoð í raunveruleikanum. Nánar tiltekið er hér sagt frá einu ótrúlegasta björgunarafreki mannkynssögunnar, sem fengið hefur viðurnefnið "kraftaverkið í Dunkirk“.

Gagnrýni
Sjá meira