Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Iniesta kvaddi með sigri

Andres Iniesta kvaddi Barcelona eftir 16 ár hjá félaginu í kvöld þegar hann fékk heiðursskiptingu undir lok leiks Barcelona og Real Sociedad.

Fótbolti
Fréttamynd

Torres kvaddi með tveimur mörkum

Fernando Torres kvaddi uppeldisfélagið Atletico Madrid með tveimur mörkum í jafntefli gegn Eibar á heimavelli í lokaleik Atletico í La Liga þennan veturinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór spilaði ekki með Malmö

Fréttir bárust af því fyrir helgi að möguleiki væri á að Arnór Ingvi Traustason yrði í hóp hjá Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tók á móti Hacken. Það kom þó á daginn að svo varð ekki.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu glæsimark Guðmundar

Guðmundur Þórarinsson skoraði frábært mark sem kom Norrköping yfir gegn Dalkurd í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Markið er svo glæsilegt að mark ársins gæti verið fundið, þrátt fyrir að stutt sé síðan tímabilið hófst í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli snýr aftur í ítalska landsliðið

Framherjinn Mario Balotelli er kominn aftur inn í ítalska landsliðið fjórum árum eftir að hann spilaði síðast leik fyrir Ítalíu. Nýi landsliðsþjálfarinn Roberto Mancini valdi hann í hóp fyrir komandi vináttulandsleiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Söguleg þrenna Celtic

Glasgow Celtic er stórveldi í skoskum fótbolta og hefur verið með algjöra yfirburði síðustu ár. Liðið vann það afrek í dag að vinna þrennuna heima fyrir annað árið í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonbrigðin héldu áfram í lokaleik Real í deildinni

Vonbrigðatímabil heima fyrir hjá Real Madrid var kórónað með jafntefli gegn Villareal á útivelli í síðasta deildarleiknum. Real getur þó bjargað tímabilinu með sigri á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um næstu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Rebic hetjan sem tryggði Frankfurt bikarinn

Frankfurt er bikarmeistari eftir sigur á Bayern München í úrslitaleiknum í kvöld. Bayern náði því ekki að leika eftir leik Wolfsburg í kvennafótboltanum og tryggja sér tvennuna heima fyrir.

Fótbolti
Fréttamynd

„Höfum ekki áhyggjur af Messi“

Birkir Bjarnason var tekinn í athyglisvert viðtal hjá Aston Villa nú á dögunum þar sem hann var meðal annars spurður út í stjóra sinn Steve Bruce hjá Aston Villa og mótherja Íslands á HM í sumar.

Fótbolti
Sjá meira