Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, sveitarstjórnum, þingmönnum, kjörnum fulltrúum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Enn stendur til að halda #metoo ráðstefnu

Hugmyndin um að fresta #metoo ráðstefnu sem átti að halda við þingsetningu á morgun var að frumkvæði Karenar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Ráðstefnuna átti að halda á vegum flokkanna og í þverpólitísku samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Gagnagrunnur um laun landsmanna nýtist til stefnumótunar

Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“

„Ólaf­ur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son áttu aðeins eitt er­indi á Klaust­ur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing,“ skrif­ar Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal

Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður.

Innlent
Fréttamynd

Fresta Metoo-ráðstefnu

Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.