Erfiðar aðstæður við björgun drengsins í borholunni

Björgunarmenn keppast enn við að grafa göng til hins tveggja ára gamla Julen Rosello sem féll ofan í borholu skammt frá Malaga á Spáni á sunnudag. Þeir eru ekki bjartsýnir. Holan er um hundrað metra djúp og ekkert hefur heyrst í drengnum síðan hann féll í hana. Komið hefur í ljós að eigandi landspildunnar hafði borað holuna ólöglega í leit að vatni án þess að loka henni eftir á. Björgunarstörf ganga erfiðlega þar sem jarðvegurinn er laus og veður óhentugt. Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en foreldrar Julen misstu barnungan bróður hans í slysi fyrir tveimur árum.

24
01:00

Vinsælt í flokknum Fréttir