Ísland í dag - ,,Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu"

Alma Guðmundsdóttir hefur undanfarið náð miklum árangri sem lagahöfundur í Los Angeles. Skemmst er að minnast þess að lag eftir hana, Remedy með hinum sænska Alesso, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu, náði hátt á fjölmörgum topplistum og hefur verið spilað tugmilljón sinnum á Spotify og Youtube. Alma gerði garðinn fyrst frægan með stúlknasveitinni Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma ákvað hins vegar að halda sig í borg englanna og sér ekki eftir því í dag.

1031
11:31

Vinsælt í flokknum Ísland í dag