Sport

Íslendingur á HM ungmenna í taekwondo

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eyþór Jónsson
Eyþór Jónsson mynd/víkurfréttir
Eyþór Jónsson keppir fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti ungmenna í taekwondo. Mótið fer fram dagana 24. - 27. ágúst í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi.

Eyþór, sem kemur frá Keflavík, hefur verið í ungmennalandsliði Íslands um þó nokkurt skeið og náð góðum árángri fyrir Íslands hönd.

Þessi ungi kappi er ríkjandi Íslands - og bikarmeistari í sínum flokki og sigraði á bæði opna hollenska og opna skoska mótinu á þessu tímabili.

Eyþór er eini fulltrúi Íslands á mótinu en hann keppir í -65kg flokki.

Áður hefur einn Íslendingur keppt á þessu móti en það gerði Ágúst Kristinn Eðvarðsson fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×