Fleiri fréttir

Vilja hundruð milljóna til baka

Framkvæmdastjóri hjá Ellingsen telur innflutningsfyrirtæki með sterka stöðu gegn tollstjóra í máli fyrir yfirskattanefnd. Tollstjóri segir tollamál ekki inni í EES og hann því ekki bundinn bindandi álitum ESB.

Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil

Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði.

Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana.

Raunvextir enn lágir á Íslandi í sögulegu samhengi

Seðlabankastjóri segir raunvexti enn lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær en þeir eru núna rúmlega eitt prósent miðað við forsendur sem Seðlabankinn styðst við. Könnun Seðlabankans meðal starfsmanna á fjármálamarkaði leiddi í ljós flestir þeirra bjuggust við vaxtahækkun.

Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð

Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild.

Hið opinbera komi til móts við kostnað vegna GDPR

Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem til kominn er vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum.

Frekari vaxtahækkanir í kortunum

Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins.

Raunverð íbúða hærra en nokkru sinni en jafnvægi að nást

Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans.

Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni

Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum.

Margrét í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda

Margrét Pétursdóttir, sviðsstjóri á endurskoðunarsviði EY, var kosin í stjórn IFAC, Alþjóðasambands endurskoðenda, á fundi þess í Sydney í Ástralíu þann 2. nóvember síðastliðinn.

Stýrivextir hækka

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,5%.

Arðsemin vegur meira en umsvif félagsins

Air Atlanta og systurfélag þess áforma að endurnýja flugflotann á næstu árum. Íslenska leiguflugfélagið í sterkri stöðu eftir margra ára endurskipulagningu og uppbyggingu.

Sjá næstu 50 fréttir