Fleiri fréttir

Gefa lítið fyrir svör seðlabankastjóra

Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnendur Seðlabanka Íslands greini skaðsemi innflæðishaftanna. Forstjóri GAMMA segir bankann koma í veg fyrir æskilega fjárfestingu.

Viljayfirlýsing undirrituð um byggingu 33 íbúða á Akranesi

Með viljayfirlýsingunni veitir Akraneskaupstaður vilyrði um úthlutun á lóðum að Asparskógum 12, 14 og 16 til íbúðafélagsins Bjargs þar sem reisa á leiguíbúðir og einnig mun Akraneskaupstaður veita stofnframlag til uppbyggingarinnar í samræmi við ákvæði laga um almennar íbúðir nr. 52/2016..

Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel.

Óbreyttir stýrivextir

Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25 prósent.

Merki Icelandic gefið til ríkisins

Framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands segir sjóðinn ekki aðeins hafa skilað góðri ávöxtun, heldur einnig stöndugum félögum. Eiginlegri starfsemi er lokið. Ávöxtun sjóðsins nemur um 110 prósentum. Lagt verður til að ríkinu verði afhent vörumerkið Icelandic.

Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar

Íslandsbanki skiptir út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum og tilnefnir Ara Daníelsson og Elínu Jónsdóttur í stjórn Borgunar. Deilur innan hluthafahóps hafa sett mark sitt á starfsemina en aðalfundur fer fram á morgun.

Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni.

Kvika banki skráður á markað á föstudag

Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna.

Starfsemi Framtakssjóðs Íslands hætt

Formlegri starfsemi Framtakssjóðs Íslands verður hætt á næstunni en sjóðurinn lék stórt hlutverk í endurskipulagningu íslensks viðskiptalífs á árunum eftir hrun. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að sjóðurinn hafi oft þurft að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir.

Seldu þriðjungs hlut í Völku

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og framtakssjóðurinn Frumtak hafa selt 37 prósenta hlut sinn í hátæknifyrirtækinu Völku ehf.

Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis

Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi.

Hagvöxtur árið 2017 var 3,6%

Alls varð 105 milljarða króna afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum. Útflutningur jókst um 4,8% á árinu 2017 á meðan að innflutningur jókst um 11,9%.

Seðlabankinn með neikvætt eigið fé 

Eigið fé Seðlabanka Íslands var neikvætt upp á 1,5 milljarða króna í lok síðasta mánaðar samkvæmt nýbirtum tölum úr efnahagsreikningi bankans.

Losun hafta mikið hagsmunamál

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir losun innflæðishafta Seðlabankans gríðarlegt hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki.

Sjá næstu 50 fréttir