Fleiri fréttir

Bankasýslan á móti arðgreiðslutillögu

Bankasýslan, sem heldur um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, greiddi atkvæði gegn tillögu stjórnar um 25 milljarða króna skilyrta arðgreiðslu og kaup á eigin bréfum á hluthafafundi síðastliðinn mánudag.

Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum

Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn.

Ásmundur til Landsnets

Landsnet hefur ráðið Ásmund Bjarnason í starf forstöðumanns upplýsingatækni.

City Taxi gjaldþrota

Fjórum árum eftir ásakanir á hendur keppinauti um rógburð sem reyndist vera menntaskólahrekkur.

Óábyrgt að búast við lengsta hagvaxtartíma

Að mati SA þarf að tryggja þarf aukinn afgang ríkissjóðs á meðan gott er í ári til að skapa svigrúm þegar halla fer undan fæti. Vísbendingar séu um að það sé að hægjast á hagkerfinu.

Kaupa ekki í Arion banka fyrir útboð

Lífeyrissjóðir slitu viðræðum við Kaupþing í lok síðustu viku. Á annan tug lífeyrissjóða hafði áður lýst yfir áhuga á að kaupa samanlagt tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka.

Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu

Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda.

Icelandair semur við flugmenn

Icelandair ehf. og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA )hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 31. desember 2019. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FÍA.

Grímur semur um starfslok

Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur

74 milljörðum hærri framlög

Áætlað er að verðmæti stöðugleikaeigna ríkisins í árslok verði um fimmtungi meira en áætlað var í ársbyrjun 2016.

Bankarnir taldir standa styrkum fótum

Nefnd fjármálaráðherra um skipan bankakerfisins leggur til aðgerðir ef fjárfestingarbankastarfsemi bankanna verður of umfangsmikil í framtíðinni.

Eru vel tengdir hverri einustu plöntu

Fyrirtækið Jurt Hydroponics fór í gegnum viðskiptahraðalinn Start­up Reykjavík árið 2015 og er nú annar tveggja framleiðenda wasabi í Evrópu, en þessi japanska planta er ekki auðræktuð. Fyrirtækið stefnir á að hefja útflutning til allra Norðurlandanna á þessu ári.

Hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn

Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans.

Innflutningur átjánfaldaðist vegna Costco

Berjaæði rann á Íslendinga eftir opnun Costco í Kauptúni í maí í fyrra. Innflutningur á bandarískum jarðarberjum fór úr 26 tonnum árið 2016 í 465 tonn í fyrra. Driscoll's-jarðarberin hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar.

Vilja skrá Marel erlendis

Tekjur Marels námu 295 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi í fyrra, sem er nýtt met.

Bankar líti ekki á fjártækni sem ógn

Ráðgjafi hjá Deloitte í Lundúnum segir að landslagið á fjármálamörkuðum eigi eftir að breytast verulega með nýrri reglugerð um greiðsluþjónustu. Bankar verði að nýta tækifærið og leita eftir samstarfi við tæknifyrirtækin.

Hátt í hundrað börn fá hjálp úr atvinnulífinu

Grunnskólabörn sem dragast aftur úr í námi fá að taka hluta af námi sínu á vinnumarkaði. Ásókn í atvinnutengt nám hefur aukist. Verkefnið hvetur börn til frekara iðnnáms. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku.

Fjórfaldaði fjárfestinguna í Ölgerðinni á sex árum

Héraðsdómur Reykjavíkur telur ljóst að félagið ET Sjón, sem er í eigu augnlæknisins Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna fjárfestingar sinnar í Ölgerðinni. Ástæðan sé sú að félagið hafi ríflega fjórfaldað fjárfestingu sína á sex árum og hlotið 27 prósenta árlega arðsemi.

Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar

Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017.

Kvika banki á markað í mars

Kvika banki stefnir nú að óbreyttu að skráningu hlutabréfa fjárfestingarbankans á First North markaðinn í Kauphöllinni í byrjun næsta mánaðar.

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%.

Verðfallið vestanhafs smitast hingað til lands

Óróleiki á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum smitast hingað til lands. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,15 prósent í gær. Líkur taldar á að innlendir fjárfestar hafi innleyst hagnað eftir sterkan janúar á hlutabréfamarkað

Ætla að nýta sjóði VR til íbúðakaupa

Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði.

36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum

36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið.

Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion

Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir.

Sjá næstu 50 fréttir