Fleiri fréttir

Landsbankinn hagnast um 19,8 milljarða

Þá var arðsemi eiginfjár Landsbankans 8,2 prósent árið 2017 en 6,6 prósent 2016. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 1,6 milljarða króna milli ára og námu 36,3 milljörðum króna árið 2017.

Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag.

Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka

Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna.

Hið opinbera keppi ekki við leigufélög

Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að leigufélög hafi skapað stöðugleika á markaði. Stjórnvöld ættu ekki að keppa við þau í krafti fjármuna skattgreiðenda. Margvíslegar aðrar leiðir séu færar fyrir stjórnvöld.

Telur arðgreiðslu ekki í samræmi við stefnuna

Bankasýslan, sem heldur um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, telur að tillaga stjórnar bankans um 25 milljarða króna skilyrta arðgreiðslu sé ekki í samræmi við ákvæði eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki um jafnræði hluthafa og vandaða stjórnarhætti.

Selja rúm fimm prósent í Arion banka

Kaupendur er fjöldi sjóða í rekstri fjögurra innlendra sjóðastýringarfyrirtækja og tveir af erlendum hluthöfum bankans, Trinity Investments (Attestor Capital LLP) og Goldman Sachs.

Fanney Birna með eins prósents hlut

Fanney Birna Jónsdóttir, sem var ráðin aðstoðarritstjóri Kjarnans í síðasta mánuði, hefur eignast tæplega eins prósents hlut í fjölmiðlinum.

Segja botninum náð hjá Högum

Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati.

Eignast rekstur Sports Direct á Íslandi

Íþróttavörukeðja breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley hefur eignast verslun Sports Direct á Íslandi að fullu. Sættir hafa náðst á milli hans og fjölskyldu Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar sem átti áður 60 prósenta hlut í versluninni.

Með kauprétt að 21 prósents hlut í Valitor

Meirihluti hluthafa í Arion banka sækist nú eftir því að hlutabréf Valitor verði greidd út í arð fyrir útboð. Myndi virkja kauprétt vogunarsjóða að 21,4 prósenta hlut í Valitor til viðbótar.

Bankasýslan á móti arðgreiðslutillögu

Bankasýslan, sem heldur um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, greiddi atkvæði gegn tillögu stjórnar um 25 milljarða króna skilyrta arðgreiðslu og kaup á eigin bréfum á hluthafafundi síðastliðinn mánudag.

Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum

Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn.

Ásmundur til Landsnets

Landsnet hefur ráðið Ásmund Bjarnason í starf forstöðumanns upplýsingatækni.

City Taxi gjaldþrota

Fjórum árum eftir ásakanir á hendur keppinauti um rógburð sem reyndist vera menntaskólahrekkur.

Óábyrgt að búast við lengsta hagvaxtartíma

Að mati SA þarf að tryggja þarf aukinn afgang ríkissjóðs á meðan gott er í ári til að skapa svigrúm þegar halla fer undan fæti. Vísbendingar séu um að það sé að hægjast á hagkerfinu.

Kaupa ekki í Arion banka fyrir útboð

Lífeyrissjóðir slitu viðræðum við Kaupþing í lok síðustu viku. Á annan tug lífeyrissjóða hafði áður lýst yfir áhuga á að kaupa samanlagt tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka.

Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu

Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda.

Icelandair semur við flugmenn

Icelandair ehf. og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA )hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 31. desember 2019. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FÍA.

Sjá næstu 50 fréttir