Fleiri fréttir

Hækka verðmat á Icelandair Group um fimmtung

Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Icelandair Group um 22 prósent og metur gengi bréfanna á 18,4 krónur á hlut. Það er um 16 prósentum hærra en markaðsgengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. Er fjárfestum þannig ráðlagt að kaupa hlutabréf í félaginu.

Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung

Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva.

Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum

Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu.

Fær ekki aðgang að kerfi Vodafone

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Símans um að breytingar verði gerðar á sátt Samkeppniseftirlitsins við Fjarskipti (Vodafone) vegna kaupa fyrirtækisins á rekstri 365 miðla.

Vilja tvöfalda veltuna eftir rússíbanareið

Eftirspurn erlendra gullgrafara hefur átt stóran þátt í örum vexti Advania Data Centers sem stefnir að tvöföldun á ársveltu fyrirtækisins. Stækka gagnaver og búið að selja allt plássið.

Forstjóri FME á leið í fjögurra mánaða námsleyfi

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), fer í tæplega fjögurra mánaða námsleyfi frá störfum í seinni hluta næsta mánaðar. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, verður starfandi forstjóri eftirlitsins þangað til Unnur snýr aftur til starfa.

Vilhjálmur Bjarnason í stjórn Bankasýslunnar

Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið sæti í stjórn Bankasýslu ríkisins sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Netið í fyrsta sinn stærsti birtingamiðillinn

Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum.

Fara í samkeppni við Eldum rétt með samstarfi við íþróttafélögin

Einn, tveir og elda er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar.

Árni tekur við sem framkvæmdastjóri Loftleiða

Árni Hermannsson, fjármálastjóri Loftleiða Icelandic, mun taka við sem framkvæmdastjóri félagsins í næstu viku. Guðni Hreinsson, núverandi framkvæmdastjóri, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Loftleiðum eftir fjórtán ára starf.

Íslensk fyrirtæki nota samfélagsmiðla mest

Hlutfall notkunar íslenskra fyrirtækja á samfélagsmiðlum er það hæsta í Evrópu, eða 79 prósent. Þá mældist hlutfall Evrópusambandsríkjanna 47 prósent að meðaltali.

Færist ofar á lista Forbes og er nú metinn á 185 milljarða

Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, tók stökk á milli ára á lista Forbes yfir milljarðamæringa og eru eignir hans nú metnar á 1,8 milljarð Bandaríkjadala, eða rúmlega 185 milljarða króna. Situr hann í 1.161 sæti og er eini Íslendingurinn þar.

Stytta vinnuvikuna um fimm tíma

Leikskólar sem reknir eru af Félagsstofnun stúdenta munu stytta vinnuviku starfsmanna sem nemur um fimm klukkustundum, niður í 35 tíma.

Tók tvær milljónir löngu eftir starfslok

Fyrrverandi forstjóri og eigandi United Silicon á að hafa fært tvær milljónir króna af reikningi dótturfélags kísilversins fimm mánuðum eftir að hann hætti störfum.

Sameinast undir nafni Sahara

Framleiðslufyrirtækið Silent og samfélagsmiðlafyrirtækið Sahara hafa sameinast undir nafni Sahara.

Látinn borga fyrir fyrri flugleið til að halda þeirri seinni

Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda þegar það á annað flug með sama félagi heim. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir skilmálana til endurskoðunar.

Fær að halda dælunum gangandi um sinn

Kaupmaðurinn Bjarni Har, á Sauðárkróki, fær að halda eldsneytisdælum við verslun sína gangandi um sinn. Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra aflétti takmörkunum sem hún hafði sett en dælurnar eru ekki í samræmi við reglugerðir. Olís leitar nú logandi ljósi að lóð fyrir nýjar dælur í bænum.

Gjaldeyrisforði minnkaði og krónan veiktist um 0,7 prósent

Gengi krónunnar veiktist um 0,7 prósent frá upphafi og til loka 2017 og dróst velta á millibankamarkaði saman um 42 prósent frá fyrra ári. Þá minnkaði gjaldeyrisforði vegna uppgreiðslu á erlendum lánum ríkissjóðs og kaupa á aflandskrónueignum.

Þúsund efnamestu eiga nær allt

Þúsund eignamestu einstaklingarnir í íslensku viðskiptalífi eiga nærri allt eigið fé einstaklinga í íslenskum fyrirtækjum, eða yfir 98 prósent.

Vöruskiptahalli aldrei meiri í krónum talið

Vöruskiptahalli var 172 milljarðar í fyrra en samt er útlit fyrir um 100 milljarða viðskiptaafgang. Innflutningur neysluvara hefur aukist mikið. Hagfræðingur segir aukna skuldsetningu heimila aðeins skýra hluta af vexti einkaneyslu.

Sjá næstu 50 fréttir