Fleiri fréttir

Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega

Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherja­svikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara.

Verðbólguálag hækkar skarpt

Verðbólguálag hefur hækkað skarpt það sem af er ágústmánuði en gengi krónunnar hefur veikst um fjögur prósent frá mánaðamótum. Þannig er verðbólguálag til fjögurra ára nú 2,4 prósent en var aðeins um tvö prósent fyrir nokkrum dögum, að því er fram kemur í nýju skuldabréfayfirliti Capacent.

Gylfi og Gunnar högnuðust um milljarð

Byggingafélag Gylfa og Gunnars (BYGG) hagnaðist um 1.028 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi félagsins. Hagnaðurinn jókst um 255 milljónir króna eða 33 prósent á milli ára. Sé litið til síðustu fjögurra ára hefur hagnaðurinn næstum nífaldast.

GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1

Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn.

Iceland Travel stefnir á markað á næstu árum

Stefnt er að því að skrá sameinað félag Iceland Travel og Gray Line á hlutabréfamarkað á næstu árum. Lítið hefur verið um nýskráningar á markaðinn undanfarin ár.

Ný útlán lífeyrissjóðanna þrettánfaldast

Ný útlán lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga hafa meira en þrettánfaldast á undanförnum tveimur árum. Útlánin námu 67,3 milljörðum króna í 3.593 samningum á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við tæpa 5,0 milljarða króna í 523 samningum fyrstu sex mánuði ársins 2015.

Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota

Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta.

Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð

Bandaríski vogunarsjóðurinn Tac­onic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent.

Hagnaður 365 eykst

Rekstrarhagnaður 365 miðla fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri hluta yfirstandandi árs nam 563 milljónum króna.

Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar

Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í.

Ellefu milljörðum varið í auglýsingar

Áætla má að auglýsendur hafi keypt auglýsingar fyrir um 11 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Fjölmiðlanefndar sem hefur tekið saman upplýsingar um skiptingu birtingafjár milli fjölmiðla árið 2016. Þetta er í þriðja skipti sem nefndin birtir slíka samantekt.

Friðrik Þór, Heiðmar og Sveinn Friðrik til SFS

Friðrik Þór Gunnarsson hagfræðingur og Heiðmar Guðmundsson lögmaður hafa verið ráðnir til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá hefur Sveinn Friðrik Sveinsson verðbréfamiðlari verið ráðinn fjármálastjóri SFS.

Misvægið hefur aukist um 140 prósent á fimm árum

Verðtryggingarmisvægi stóru bankanna þriggja hefur aukist verulega á undanfarin ár, úr 160 milljörðum í 384 milljarða á síðustu fimm árum. Aukningin er hvað mest hjá Landsbankanum en misvægið var um 97 prósent af eiginfé bankans.

Sjá næstu 50 fréttir