Fleiri fréttir

Fargjöld hækka umfram spár

Hækkun húsnæðisverðs og flugfargjalda til útlanda knúði verðbólguna áfram í júlí. Ársverðbólga hækkaði úr 1,5 prósentum í 1,8 prósent á milli mánaða. Á móti vógu þó áhrif af sumarútsölum.

Fjármálaráðherra vill hafna krónunni

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir það skyldu fjármálaráðherra að leggja til þann kost sem er farsælastur fyrir Íslendinga og að íslenska krónan leiði til óstöðugleika.

Hagar ekki eins spennandi án Lyfju

Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð.

Síminn lúti sömu kröfum og aðrir gera

"Síminn hefur ekki sætt sig við að lúta sömu kröfum og aðrir þjónustuaðilar og er það miður,“ segir í yfirlýsingu frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna gagnrýni forstjóra Símans á vinnubrögð Gagnaveitunnar, dótturfyrirtækis OR.

Allir hefðu átt að sitja við sama borð

Þingmenn gagnrýna að ekki hafi allir haft sama aðgengi að fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjármálaráðherra segir að eftir á að hyggja hafi reglurnar átt að vera aðrar og strangari. Leiðin hafi falið í sér mismunun.

Brunnur vaxtarsjóður tapaði 244 milljónum

244 milljóna króna tap varð af rekstri Brunns vaxtarsjóðs, sem er í rekstri Landsbréfa og SA Framtaks GP, í fyrra. Jókst tapið um 156 milljónir króna á milli ára.

Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir

Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna.

Yfirmaður hjá Icelandair sendur í leyfi vegna rannsóknar FME

Yfirmaður hjá Icelandair grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Var sendur í leyfi frá störfum í lok maí. Rannsóknin beinist að viðskiptum með bréf í aðdraganda kolsvartrar afkomuviðvörunar sem félagið sendi frá sér 1. febrúar.

„Seðlabankinn verður að girða sig í brók“

Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti.

Frá Bretlandi til Akureyrar

Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur á næstu dögum sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Er það í fyrsta sinn sem beint áætlunarflug er milli Akureyrar og Bretlands.

Vill skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa

Samtök atvinnulífsins segja skynsamlegt að stjórnvöld veiti fólki skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillöguna en telur sænsku leiðina svokölluðu ekki endilega farsælasta.

Losar 60 milljarða úr símafyrirtæki

Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hyggst selja 24,2 prósenta hlut í pólska fjarskiptafélaginu Play. Söluandvirðið nemur um 60,8 milljörðum króna. Hlutafjárútboðið verður eitt það stærsta í sögu Póllands.

Iðnaður eykur veltu verulega

Velta í iðnaði nam 424 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt Hagstofu Íslands. Það er 35 prósent af allri virðisaukaskattskyldri veltu fyrirtækja í landinu.

Hlutur ORK metinn á rúma sjö milljarða

Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna.

Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs

"Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko.

Skeljungur hættir við kaup á 10-11

"Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs.

Króna fyrir hvern?

Krónan hefur gefið eftir um tæp tíu prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á rúmum mánuði.

Í viðræðum um kaup á Frjálsri verslun

Útgáfufélagið Myllusetur, sem á og rekur Viðskiptablaðið, hefur rætt við forsvarsmenn útgáfufélagsins Heims um kaup á viðskiptatímaritinu Frjálsri verslun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Tafir á störfum vegna samruna

Vegna mikilla anna við rannsókn á samrunum fyrirtækja hafa orðið tafir á meðferð annarra mála hjá Samkeppniseftirlitinu og er fyrirsjáanlegt að svo verði áfram á næstunni, að því er fram kemur í frétt á vef stofnunarinnar. Svo kann að fara að meðferð einstakra mála verði af þessum sökum frestað enn frekar eða hún felld niður.

Hjörleifur Jakobsson kaupir í Kviku banka

Hjörleifur Jakobsson og eiginkona hans hafa keypt rúmlega 3,3 prósenta hlut í bankanum af Brimgörðum. Hjörleifur, sem er meðal annars stór hluthafi í Öskju og Öryggismiðstöðinni, sat í stjórn Kaupþings og var einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar.

Niðurstaðan ljós í lok ársins

Samþykki Samkeppnis­eftir­litsins er nú það eina sem stendur í vegi fyrir því að kaup smásölufélagsins Haga á olíufélaginu Olís og fasteignafélaginu DGV geti gengið í gegn. Má vænta niðurstöðu eftirlitsins undir lok ársins.

Skotsilfur Markaðarins: Guðmundur Árnason á leið í forsætisráðuneytið

Í stjórnkerfinu er nú unnið að því að gera breytingar á ráðuneytisstjórum í valdamestu ráðuneytunum. Þannig er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagður hafa hug á því að fá Guðmund Árnason, sem hefur gegnt starfi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu um árabil, yfir til sín í forsætisráðuneytið.

Viðsnúningur í rekstri VÍS

Verulegur viðsnúningur var í afkomu af vátryggingarekstri á öðrum ársfjórðungi 2017. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem send var Kauphöllinni í gær.

Hafa flutt gjaldeyrinn úr landi

Hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans á fyrri hluta árs 2012 hefur innleyst fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyri úr landi. Það hefur átt þátt í gengisveikingu krónunnar síðustu vikur.

Sjá næstu 50 fréttir