Fleiri fréttir

Losar 60 milljarða úr símafyrirtæki

Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hyggst selja 24,2 prósenta hlut í pólska fjarskiptafélaginu Play. Söluandvirðið nemur um 60,8 milljörðum króna. Hlutafjárútboðið verður eitt það stærsta í sögu Póllands.

Iðnaður eykur veltu verulega

Velta í iðnaði nam 424 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt Hagstofu Íslands. Það er 35 prósent af allri virðisaukaskattskyldri veltu fyrirtækja í landinu.

Hlutur ORK metinn á rúma sjö milljarða

Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna.

Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs

"Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko.

Skeljungur hættir við kaup á 10-11

"Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs.

Króna fyrir hvern?

Krónan hefur gefið eftir um tæp tíu prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á rúmum mánuði.

Í viðræðum um kaup á Frjálsri verslun

Útgáfufélagið Myllusetur, sem á og rekur Viðskiptablaðið, hefur rætt við forsvarsmenn útgáfufélagsins Heims um kaup á viðskiptatímaritinu Frjálsri verslun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Tafir á störfum vegna samruna

Vegna mikilla anna við rannsókn á samrunum fyrirtækja hafa orðið tafir á meðferð annarra mála hjá Samkeppniseftirlitinu og er fyrirsjáanlegt að svo verði áfram á næstunni, að því er fram kemur í frétt á vef stofnunarinnar. Svo kann að fara að meðferð einstakra mála verði af þessum sökum frestað enn frekar eða hún felld niður.

Hjörleifur Jakobsson kaupir í Kviku banka

Hjörleifur Jakobsson og eiginkona hans hafa keypt rúmlega 3,3 prósenta hlut í bankanum af Brimgörðum. Hjörleifur, sem er meðal annars stór hluthafi í Öskju og Öryggismiðstöðinni, sat í stjórn Kaupþings og var einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar.

Niðurstaðan ljós í lok ársins

Samþykki Samkeppnis­eftir­litsins er nú það eina sem stendur í vegi fyrir því að kaup smásölufélagsins Haga á olíufélaginu Olís og fasteignafélaginu DGV geti gengið í gegn. Má vænta niðurstöðu eftirlitsins undir lok ársins.

Skotsilfur Markaðarins: Guðmundur Árnason á leið í forsætisráðuneytið

Í stjórnkerfinu er nú unnið að því að gera breytingar á ráðuneytisstjórum í valdamestu ráðuneytunum. Þannig er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagður hafa hug á því að fá Guðmund Árnason, sem hefur gegnt starfi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu um árabil, yfir til sín í forsætisráðuneytið.

Viðsnúningur í rekstri VÍS

Verulegur viðsnúningur var í afkomu af vátryggingarekstri á öðrum ársfjórðungi 2017. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem send var Kauphöllinni í gær.

Hafa flutt gjaldeyrinn úr landi

Hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans á fyrri hluta árs 2012 hefur innleyst fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyri úr landi. Það hefur átt þátt í gengisveikingu krónunnar síðustu vikur.

Varpa ljósi á umfang skuldsetningar

Kauphöllin ætlar að birta opinberlega upplýsingar um heildarveðsetningu á íslenskum hlutabréfamarkaði. Gefur vísbendingu um umfang skuldsetningar.

Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða

Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar.

Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða

Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri.

Skortur á talsmönnum

Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins.

Stefnir seldi stóran hlut í Högum

Fjárfestingarsjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa minnkað verulega hluti sína í smásölufélaginu Högum á undanförnum vikum.

Ný Evrópureglugerð mun litlu breyta

Sérfræðingar telja ólíklegt að ný reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu muni auka umsvif slíkra viðskipta hér á landi. Lítið er um skortsölu á íslenskum verðbréfamarkaði.

Ekran og Íslensk matvara fá að sameinast

Ekran rekur innflutnings- og verslunarfyrirtæki sem starfar á stóreldhúsamarkaði og Íslensk matvara sérhæfir sig í innflutningi á erlendum búvörum.

Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið

Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco.

Meiri samdráttur en búist var við

Meiri samdráttur varð í sölu í verslunum smásölurisans Haga í júnímánuði en fjárfestar bjuggust við. Afkomuviðvörunin, sem félagið sendi frá sér á fimmtudagskvöld, kom þeim í opna skjöldu, en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,26 prósent í 672 milljóna króna viðskiptum í gær.

Ætlar að nýta kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum

Norðurorka mun nýta kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum og byggja vatnsból þar inni. Samkomulag undirritað á næstu vikum en fyrsti áfangi mun kosta Norðurorku um 100 milljónir. Nær langt upp í meðalnotkun íbúa Akureyrar.

Sjá næstu 50 fréttir