Fleiri fréttir

Nýársheit að tryggja öllum börnum rétt til að lifa

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) bendir á að um leið og hverju nýfæddu barni er fagnað ættu allar þjóðir heims jafnframt að setja sér það nýársheit að tryggja rétt allra barna til að lifa og dafna.

Heimsljós 2018: Mest lesnu fréttirnar

Eitt hundrað milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til neyðaraðstoðar í Jemen var mest lesna fréttin í Heimsljósi á árinu. Önnur mest lesna frétt ársins var um leit ráðuneytisins að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Heimurinn bregst börnum á átakasvæðum

Vopnaðar sveitir skirrast ekki við að fremja alvarleg brot gegn börnum án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar, segir í fréttatilkynningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð milljóna barna í stríðshrjáðum löndum í hættu.

Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen

Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen.

Vanræktasta neyðin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Kongó er í efsta sæti lista fréttaveitu Reuters yfir "vanræktustu neyðina" en Reuters leitar árlega álits mannúðarsamtaka og birti í morgun niðurstöðu könnunarinnar. Þetta er annað árið í röð sem Kongó er efst á listanum en þar geisar bæði stríð og ebólufaraldur.

Fjögur þúsund börn í Nígeríu í skjól hjá SOS Barnaþorpunum

SOS Barnaþorpin á Íslandi styrkja neyðaraðstoðarverkefni í Bornohéraði í norðaustur hluta Nígeríu um 5 milljónir króna en þar eiga stjórnvöld í stríðsátökum við vígasamtökin Boko Haram. Rúmar tvær milljónir manna eru á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafi flúið til nágrannalanda.

Ísland efst tíunda árið í röð

Ísland trónir á toppnum á lista World Economic Forum yfir ríki þar sem mest kynjajafnrétti ríkir, tíunda árið í röð. Noregur, Svíþjóð og Finnland koma næst Íslandi á listanum. Skýrslan kom út í morgun.

„Orkumál eru stóra mál Heimsmarkmiðanna“

"Það sem brennur helst á okkur Íslendingum eru loftslagsmálin en svo eru líka mál sem við höfum forgangsraðað eins og kynjajafnréttismál, svo dæmi sé tekið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Sálfræðingar frá Rauða krossinum að störfum í Malaví

Sálfræðingarnir, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu „Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“. Haldin voru leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi.

Tífalda þyrfti framlög til menntunar flóttabarna

Álagið á menntakerfi ríkjanna sem hýsir flóttafólk er gífurlegt en börnum flóttafólks á skólaaldri hefur fjölgað um 26% frá aldamótum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Hátíðarfundur vegna sjötíu ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar SÞ

"Þörfin fyrir að tala fyrir mannréttindum er engu minni nú en hún var fyrir sjötíu árum." Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í erindi sínu á hátíðarfundi um mannréttindi í morgun, á sjötíu ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.

Rauði krossinn í samstarf við Jafnréttisskólann

Fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi skrifuðu undir samning um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis.

Meginmarkmiðið að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023 á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu.

Fyrstu Rakarastofuráðstefnurnar haldnar í Afríku

Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve.

Sjá næstu 50 fréttir