Fleiri fréttir

Markmiðið að stuðla að sjálfbærum hagvexti

Nýjar leiðir til samstarfs á sviði þróunarsamvinnu verða kynntar á morgunfundi utanríkisráðuneytisins þriðjudaginn 6. nóvember á Grand hóteli í Reykjavík. Utanríkisráðherra tekur þátt í fundinum. Fulltrúar fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta.

Borgarbúum fjölgar í viku hverri um 1,4 milljónir

Í dag, á alþjóðadegi borga (World Cities Day), minna Sameinuðu þjóðirnar á þá staðreynd að í hverri viku fjölgi íbúum borga í heiminum um 1,4 milljónir. Þessi fjölgun eykur álag á þéttbýlissvæði og leiðir til aukinnar hættu á hamförum að mati aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Kynntust aðstæðum jafnaldra í Úganda í fermingarfræðslunni

Um tvö þúsund börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt ganga þessa dagana í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar og safna fyrir verkefnum stofnunarinnar í Úganda og Eþíópíu. Fjáröflunin er sú tuttugasta í röðinni en í fyrra lögðu fermingarbörnin sitt af mörkum með því að safna rúmlega átta milljónum króna.

Lýðheilsa á uppleið en menntun hnignar

Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag.

„Ég dó úr hungri átta ára“

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) frumsýnir á næstu vikum í kvikmyndahúsum í 34 löndum nýja sextíu sekúndna auglýsingu til að sýna þann missi þegar barn deyr úr sulti.

Suður-Súdan: Skref í rétta átt eftir friðarsamninga

Alþjóðráð Rauða krossins (ICRC) hefur staðfest að 24 einstaklingar sem voru í haldi vegna átakanna í Suður-Súdan hafi verið sleppt. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt eftir að friðarsamningur var undirritaður milli stríðandi fylkinga í september

Konur verða að styðja hver aðra

Sendiráðið Íslands í Lilongve er í samstarfi við við Action Aid samtökin í Malaví um að styrkja verkefni sem nefnist „Bjóðum konur velkomnar í sveitarstjórnir” (Hello female Councillor).

Sárafátækir færri en nokkru sinni fyrr í sögunni

Sameinuðu þjóðirnar hvetja framlagsríki til þess að auka samvinnu við sveitastjórnir í þróunarríkjum til þess að þær geti kynt undir hagvöxt og lyft milljónum íbúa upp úr fátækt. Í dag er alþjóðadagur baráttunnar um útrýmingu fátæktar.

Íbúar átakasvæða hafa ekki ráð á mat

WFP gefur í dag út öðru sinni svokallaða "Baunavísitölu“ um verð á einni máltíð í þróunarríkjum. Markmiðið er að draga upp fyrir neytendur í tekjuháum og iðnvæddum löndum mynd af því hversu stóran hluti daglauna þarf til þess að tryggja eina undirstöðumáltíð í fátækari ríkjum heims.

Ríki heims verða að binda enda á mismunun í garð stúlkna

„Ríki heims verða að grípa til árangursríkra aðgerða til að binda enda á mismunun og kynbundið ofbeldi í garð stúlka,“ segir í yfirlýsingu mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins í dag, 11. október.

Nýtt borðspil um Heimsmarkmiðin

Nýtt ókeypis borðspil um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er nú komið á netið á íslensku. Nú er hægt að kynna sér markmiðin og fræða börn um sjálfbæra þróun á meðan spilað er skemmtilegt borðspil.

Sjá næstu 50 fréttir