Fleiri fréttir

CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana

Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN.

Mestu flóð í sögu Kerala-héraðs

Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga.

Líkin fundust í olíutanki

Lík móður og tveggja dætra hennar fundust í olíutanki í Colorado. Faðirinn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Hakkari biðst vægðar

Karlmaður frá Connecticut í Bandaríkjunum hefur beðist vægðar nú þegar hann bíður dóms eftir að hafa brotist inn á 250 iCloud-reikninga Hollywood-stjarna og fleira fólks og stolið þaðan myndum.

Verstu flóð í 100 ár

324 hafa látið lífið í flóðum í Kerala héraði á Indlandi. Flóðin eru þau verstu í 100 ár

Hætta við 200 milljón dala fjárveitingu til Sýrlands

Talskona Utanríkisráðuneytisins, Heather Nauert, sagði AP að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að aðrar þjóðir sem eru í bandalagi Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu hefðu veitt töluverðum fjármunum til uppbyggingarinnar í Sýrlandi.

Pakistanar óttast upprisu ISIS

Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir.

Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi

Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum.

Raforka í brennidepli fyrir kosningar

Sá möguleiki er fyrir hendi að Svíar muni þurfa að flytja inn raforku yfir vetrarmánuðina til að anna eftirspurn. Staða uppistöðulóna er víða léleg vegna skorts á regni í sumar. Framtíð orkusamkomulags frá 2016 er óviss.

Hersýningu Trump frestað til næsta árs

Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta.

Barði mann til dauða sem áreitti dóttur hans

Melvin Harris hefur verið ákærður af saksóknurum í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir að berja mann til bana. Maðurinn, sem hét Leon Armstrong, hafði reynt að brjóta sér leið inn á klósett í verslun þar sem 16 ára dóttir Harris var.

Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller

Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.

Fé til höfuðs eiturlyfjabaróns rúmlega 170 milljónir króna

Yfirvöld í Mexíkó hafa tilkynnt að fé til höfuðs einum mest eftirlýsta glæpamanni landsins, Nemesio Oseguera Cervantes, einnig þekktur sem "El Mencho,“ sé nú orðið 30 milljón pesóar. Sú upphæð jafngildir rúmlega 171 milljón íslenskra króna.

45 dæmdir til dauða í Líbíu

Dómstóll í Líbíu hefur dæmt 45 manns til dauða fyrir að hafa myrt fjölfa fólks í mótmælum í tengslum við uppreisnina gegn fyrrverandi einræðisherra landsins, Múammar Gaddafí, árið 2011.

Lýsir yfir neyðarástandi eftir brúarhrunið

Forsætisráðherra Ítalíu hefur lýst yfir tólf mánaða neyðarástandi í Liguria-héraði í kjölfar þess 39 manns hið minnsta fórust þegar brú hrundi í borginni Genúa.

Sjá næstu 50 fréttir