Fleiri fréttir

Duterte deilir við sjötuga nunnu

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur tekið upp deilur við systur Patriciu Fox. Systir Fox stofnaði ásamt öðrum kirkjuna Our Lady of Sion árið 1990 í Manila og hefur síðan þá unnið góðgerðarstarf með fátækum og öðrum jaðarsettum hópum.

Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi

Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð.

Franskur maður fær þriðja andlitið

Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðinna tvisvar sinnum.

Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA

Aðskilnaðarsamtök Baska biðjast afsökunar. Höfðu áður lagt niður vopn. Gerðu fjölda árása og myrtu meðal annars forsætisráðherra á sínum tíma. Afsökunarbeiðninni hafnað. Spænska ríkið fer fram á skilyrðislausa upplausn.

Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun

Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm.

Tíu hafa látist í mótmælum í Níkaragva

Hörð mótmæli standa nú yfir í Níkaragva vegna breytinga stjórnvalda á almannatryggingakerfinu þar í landi. Mótmælin eru þau mannskæðustu þar í landi frá því að forsetinn Daniel Ortega tók við embætti árið 2007.

Frumskógar-Jabbah dæmdur í 30 ára fangelsi

Líberíski stríðsherrann „Frumskógar-Jabbah“ var í dag dæmdur til 30 ára fangelsisvistar af bandarískum dómstól fyrir að greina ekki rétt frá um þátt sinn í borgarastríði Líberíu

Karl Bretaprins verður leiðtogi breska samveldisins

Karl Bretaprins verður næsti leiðtogi breska samveldisins. Elísabet önnur Bretlandsdrottning bað í gær leiðtoga samveldisríkjanna fimmtíu og þriggja að tilnefna Karl sem næsta þjóðhöfðingja þar sem titillinn gengur ekki í erfðir eins og sjálf krúna Bretlands. Það var samþykkt á leiðtogafundi í Lundúnum í hádeginu.

Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn

Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi.

Þurfti að snúa heim vegna óeirða

Forseti Suður Afríku, Cyril Ramaphosa, yfirgaf fund hjá breska Samveldinu í London fyrr en áætlað var, vegna óeirða heima fyrir.

83 ára tekinn af lífi í Alabama

Moody er 83 ára gamall og þar með elsti maðurinn sem líflátinn hefur verið í Bandaríkjunum síðan dauðarefsing var tekin upp að nýju þar í landi árið 1976.

Vill að Karl leiði breska samveldið

Elísabet önnur Bretlandsdrottning bað í gær leiðtoga breska samveldisins um að gera Karl Bretaprins að þjóðhöfðingja samveldisins eftir hennar dag.

Vilji fyrir algerri afvopnun

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið.

Nýr forseti segir byltinguna halda áfram

Valdatíð Castro-bræðra á enda. Nýr forseti tekinn við. Sá lofar því að byltingin haldi áfram og segir ekkert pláss fyrir kapítalista í þessu eins flokks kommúnistaríki. Castro-bræður voru við völd á Kúbu í nærri sex áratugi.

Samflokksmenn vilja ekki styðja Donald Trump

Stór hluti Repúblikana í bæði fulltrúa- og öldungadeild bandaríska þingsins er ekki tilbúinn til þess að lýsa yfir stuðningi við komandi forsetaframboð Donalds Trump, sitjandi forseta og samflokksmanns þeirra.

Síðasti corgi-hundur Elísabetar drottningar dauður

Tíkin Willow var svæfð sunnudaginn síðastliðinn eftir baráttu við krabbamein. Dauði hennar markar tímamót en þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1933 sem þjóðhöfðingi Englands á ekki corgi-hund.

Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu

Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006.

Borga með fingrafarinu

Mötuneyti Copenhagen Business School tekur þátt í prufuverkefni þar sem hægt verður að greiða með fingrafarinu.

Sjá næstu 50 fréttir