Fleiri fréttir

Lokanir á „myrkranetsmörkuðum“ marka þáttaskil

Varningur á borð við eiturlyf, vopn, spilliforrit (e. malware) og stolin gögn var til sölu á myrkranetssíðunum AlphaBay og Hansa, sem lokað var í kjölfar samhæfðra aðgerða lögregluyfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum.

Trainy McTrainface komin á teinana

Trainy McTrainface var það nafn sem sænskur almenningur valdi á lest eina sem ekur á milli Stokkhólms og Gautaborgar, eftir nafnasamkeppni þess efnis.

Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi

Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins.

Sonur Cecils skotinn til bana

Xanda var skotinn til bana þann 7. júlí síðastliðinn rétt fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Zimbabwe. Dráp föður hans, Cecils, vakti mikla athygli árið 2015.

O.J. Simpson fær reynslulausn

Simpson hefur afplánað 9 ár af 33 ára dómi sem hann hlaut árið 2008 fyrir mannrán, vopnað rán og líkamsárás. Hann sótti um reynslulausn á dögunum.

Trump reiður dómsmálaráðherra sínum

Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.

John McCain með krabbamein í heila

John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008.

Ríkin fjögur setja fram nýjar kröfur til Katara

Arabaríkin fjögur, er beitt hafa Katara viðskiptaþvingunum í sex vikur, gera sex nýjar kröfur til ríkisins. Áður voru kröfurnar þrettán. Þeim höfnuðu Katarar. Meðal annars er deilt um meintan stuðning Katara við hryðjuverkasamtök.

Stuðningsmenn Trump líklegri til að kjósa en andstæðingar hans

Demókratar gætu unnið sigur í þingkosningum í Bandaríkjunum á næsta ári en þurfa að yfirstíga áhugaleysi eigin stuðningsmanna áður. Ný skoðanakönnun sýnir að harðir stuðningsmenn Donalds Trump séu líklegri til að kjósa en andstæðingar hans.

Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára

Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd.

Sykurlausir gosdrykkir tengdir við aukakíló

Samantekt á rannsóknum á áhrifum gervisætuefna bendir til sterkra tengsla þeirra við þyngdaraukningu. Ekki er þó ljóst hvers vegna þessi tengsl virðast vera til staðar.

Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu.

Duterte vill meiri tíma til að berjast við ISIS

Forseti Filippseyja vill framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Hryðjuverkasamtök, hliðholl Íslamska ríkinu, hafa kljáðst við Filippseyinga í borginni Marawi. Framlenging sé nauðsyn svo herinn hafi ekki áhyggjur af tíma.

Tveir sóttir með þyrlu eftir að skyndiflóð varð í Cornwall

Zoe Holmes, framkvæmdastjóri strandhótels í Coverack sagði í viðtali við Sky News þetta hefði allt saman verið stórfurðulegt. Fyrst hafi komið haglél og það næsta sem hún vissi var sem himnarnir hefðu opnast og stöðugur vatnsflaumur dundi yfir.

Skera upp herör gegn íslamófóbíu

Strætóstoppistöðvar í Boston verða þaktar veggspjöldum næstu tvær vikurnar. Um er að ræða eins konar aðgerðaáætlun gegn íslamófóbíu. Á veggspjöldunum er leiðarvísir sem kennir Bostonbúum hvernig koma eigi í veg fyrir að samfélagshópurinn verði fyrir aðkasti. Með þessu freista borgaryfirvöld þess að útrýma íslamófóbíu í Boston.

Segja Brexit samninganefndina karlaklúbb

Fimmtíu og sex þingkonur skrifuðu undir áskorun til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, þess efnis að endurskoða kynjahlutfallið í bresku samninganefndinni sem falið er að leiða Bretland úr Evrópusambandinu. Segja þingkonurnar að samninganefndin sé eins og hver annar karlaklúbbur.

Sjá næstu 50 fréttir