Fleiri fréttir

Jóhanna gagnrýnir Icelandair

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, þingkona og flugfreyja gagnrýnir framgöngu flugfélagsins Icelandair gegn flugliðum sínum í pistli á Facebook síðu sinni í dag.

Hvetur þá sem synjað er um ferðaþjónustu til að áfrýja

Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.

Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum

Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu.

Skoðaði aldrei sjúkraskrá sér til skemmtunar

Framkvæmdastjór lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í fullum rétti þegar hann skoðaði sjúkraskrá konu sem kvartaði yfir veitingu heilbrigðisþjónustu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.

Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi

Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun.

Mesta frostið í Garðabæ

Lægsti hiti á landinu í nótt var á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Garðabæ. Samkvæmt mæli veðurstofunnar í hrauninu við Reykjanesbraut þar í bæ fór hitastig niður í -4,1°C.

Snýst um að enda þjáningar en ekki líf

Sérfræðingar á sviði dánaraðstoðar frá Belgíu og Hollandi mæla með því að Íslendingar ræði málefnið á opinskáan hátt og horfi til reynslu sinna þjóða. Í Belgíu er litið á dánaraðstoð sem hluta af líknandi meðferð.

Kölluð amma norn

Ilmkjarnafræðingur og nuddari G. Gyða Halldórsdóttir,  býr ásamt eiginmanni sínum Vilberg Guðmundssyni í glæsilegum húsbíl og nýtur lífsins bæði á Íslandi og á Spáni.

Illvirkjarnir á meðal okkar

Barnaníðshringir þjóðarleiðtoga og ill áform um fjandsamlega yfirtöku Evrópu eru að sumra mati mikilvæg efni í stjórnmálaumræðu Vesturlanda. Eiríkur Bergmann fjallar um samsæriskenningar og þjóðernispopúlisma í stjórnmálum.

Karlmennskan varð Kolbeini næstum að bana

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir beinlínis stórhættulegt að gangast upp í hugmyndum um karlmennsku. Hann glímdi lengi vel við vanlíðan en fannst hann ekki geta talað um tilfinningar sínar.

Líkamsárás í Hafnarfirði

Kona var í nótt handtekin fyrir að reyna að tálma handtöku með því að ráðast að lögreglumanni að störfum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss og þar af hefur einn fengið ósk sína uppfyllta. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Ráðherra birtir helstu atriði samgönguáætlunar

Samgönguráðherra birti í dag yfirlit yfir helstu framkvæmdir samgönguáætlunar til næstu fimmtán ára. Um leið undirritaði hann samkomulag við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samgöngur á svæðinu.

Framboð lítilla íbúða svarar ekki eftirspurn

Framboð af nýjum litlum íbúðum svarar ekki eftirspurn samkvæmt greiningu Íbúðarlánasjóðs. Fáar íbúðir í nýbyggingum henti þeim sem hafi lítið eigið fé til íbúðarkaupa. Heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa henti best fólki með góðar tekjur.

Stal 370 þúsund króna úri af þjófum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók á miðvikudag þrjá karlmenn vegna rannsóknar á máli er kom upp þegar úri að verðmæti 370 þúsund krónur var stolið úr úra- og skartgripaversluninni Georg V. Hannah.

Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur

Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú.

Þingmönnum stóð eitt hótel til boða í Nuuk

Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur.

Auknar heimildir til lögreglu á döfinni

Dómsmálaráðherra boðar frumvarp um auknar heimildir til aðgangs að fjarskiptaupplýsingum. Varða farsíma ótilgreinds fjölda fólks án tillits til gruns um refsiverða háttsemi. Getur gagnast við leit að fólki segir ráðherra.

Sjá næstu 50 fréttir