Fleiri fréttir

Alþingisbatteríin búin hjá Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir segist ekki hafa getað hugsað sér að fara í framboð til Alþingis fyrir Miðflokkinn í þingkosningunum síðasta haust.

Flestar matvörur lækkað talsvert í verði á síðustu tveimur árum

Hagstætt gengi og harðari samkeppni við innflutta vöru skilar lægra matarverði til neytenda og hafa flestar matvörur lækkað talsvert í verði á síðustu tveimur árum fyrir utan mjólkina sem hefur hækkað um ríflega sjö prósent. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grípa þurfi inn í einokunarstöðu mjólkurframleiðenda.

Ók upp á hringtorg undir áhrifum vímuefna

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni ökumann sem ekið hafði bifreið sinni upp á hringtorg við Fitjar. Ökumaðurinn var grunaður um fíkniefnaakstur og viðurkenndi sjálfur neyslu slíkra efna.

Hættir við að aftengja ofurhækkun kjararáðs

Laun sveitarstjórnarmanna í Grýtubakkahreppi hækka um 25 prósent og hafa þá hækkað yfir 44 prósent á rúmu ári. Launin eru því nú að fullu tengd við þingfararkaup á ný eftir að þau voru ekki látin fylgja umdeildri hækkun kjararáð.

Ótti við gegnsæi ríkur innan stjórnmálanna

Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.

Lækkun launa afvopni ekki stéttarfélög

Forseti ASÍ segir að það sé ekki í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps. Verkalýðsforingi gagnrýnir ASÍ. Telur frekar eiga að krefjast sambærilegrar hækkunar.

Boða eftirlit með sífrera í Strandartindi

Mikilvægt er að fylgjast með útbreiðslu og ástandi sífrera í íslensku fjalllendi að mati sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Merki um þiðnun sökum hlýnandi loftslags. Hefur sérstakar áhyggjur af þekktu skriðusvæði í Strandartind.

Tæplega þúsund skjálftar á dag

Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu.

Betra hundalíf Jónasar eftir vítaverða meðferð

Fyrir rúmlega hálfu ári var hundur tekinn af eiganda sínum vegna vanrækslu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Honum var hætta búin vegna ofþyngdar en er öllu léttari í dag. Stundar vatnsleikfimi og fer í göngur með fósturpabba.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tilkynnti síðdegis að hann hefði tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna hans, hætti störfum frá og með deginum í dag. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2.

Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar.

Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt

Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum.

19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi

Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot.

Sjá næstu 50 fréttir