Fleiri fréttir

Yfir 800 franskar brýr í hættu á að hrynja

Rannsókn sem fyrirskipuð var af frönsku ríkisstjórninni sýnir fram á að yfir 840 brýr í Frakklandi eru í svo slæmu ásigkomulagi að þær eiga á hættu að hrynja á næstu árum.

Enn einn öflugur skjálfti á Lombok

Jarðskjálfti að styrkleika 6,3 skók indónesísku eyjuna Lombok í morgun. 460 hafa látið lífið í jarðskjálftum þar síðustu vikur. Ekki hafa enn borist fregnir af mannfalli í þessum nýjast skjálfta.

Ný lög hefta frelsi egypskra netnotenda

Forseti Egyptalands staðfesti í dag nýja internet löggjöf í Egyptalandi, Andstæðingar forsetans segja hann vera að bæla niður vettvang gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar.

Lofa að endurbyggja brúna í Genúa

Framkvæmdarstjóri og Stjórnarformaður Autostrade per l'Italia sem sáu um Morandi brúna sem hrundi á þriðjudaginn með þeim afleiðingum að 38 létust sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í borginni í dag.

Stefnir í 50% kjörsókn

Um 40% kjörsókn var í íbúakosningum í Árborg sem haldnar voru í dag. Kosið er um breytingar á miðbæjarskipulagi Selfoss.

Nýnasistar gengu um götur Berlínar

Hundruð nýnasista marseruðu í dag um miðborg Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Þátttakendur göngunnar nutu verndar lögreglunnar þar í borg.

CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana

Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN.

Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum

Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld.

Umdeild íbúakosning í Árborg í dag

Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna.

Vélhjólaslys á Bústaðavegi

Maður var fluttur til aðhlynningar á slysadeild á tólfta tímanum eftir vélhjólaslys á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar.

Ráðherra skenkir súpu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi.

Kofi Annan fallinn frá

Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er látinn.

Hlaupa eins og fætur toga

Það var stór og fjölbreyttur hópur sem lagði upp í hlaupið þegar Reykjavíkurmaraþonið hófst skömmu fyrir níu í morgun.

Stakk alla af í Viðeyjarsundinu

Fimmtán ára sundkappi úr Ármanni sló öllum við í Viðeyjarsundinu í gær og var langfyrst, synti fram og til baka á 35 mínútum. Svava Björg Lárusdóttir vonast nú eftir styrk til að komast í víðavangssund í Noregi.

Harka leysir af samráð í pólitík

„Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum.

Mestu flóð í sögu Kerala-héraðs

Minnst 324 eru látnir og yfir 220 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir gríðarleg flóð í indverska héraðinu Kerala. Þetta eru mestu flóð á svæðinu frá upphafi mælinga.

Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt

Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menn­ingar­nótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka.

Sjá næstu 50 fréttir