Sport

Brown vill losna frá Steelers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brown fagnar ekki aftur í búningi Steelers.
Brown fagnar ekki aftur í búningi Steelers. vísir/getty
Einn besti útherji NFL-deildarinnar, Antonio Brown, tilkynnti í gær að hann hefði óskað eftir því að fá að fara frá Pittsburgh Steelers.

Þessi bón hans hefur legið í loftinu talsvert lengi og kemur því fáum á óvart. Samband hans við þjálfarann og stjórnendur félagsins var afar stirt á síðustu leiktíð.

Brown setti tíst í loftið í gær þar sem hann tilkynnti formlega að það væri komið að nýjum tímum á hans ferli og þakkaði stuðningsmönnum Steelers fyrir síðustu níu ár.





Hinn þrítugi Brown verður afar eftirsóttur á markaðnum og Steelers ætti að fá talsvert á móti fyrir útherjann. Það lítur út fyrir að liðið verði talsvert breytt á næstu leiktíð en vill hlauparinn Le'Veon Bell einnig komast frá liðinu.

Steelers tók Brown í sjötti umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann átti enn eitt frábæra tímabilið í ár með 104 gripna bolta fyrir 1.297 jördum og 15 snertimörkum í 15 leikjum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×