Enski boltinn

Solskjær: Þeir sem vorkenna sér fá ekki að spila næsta leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Engin vorkunn í boði hjá Solskjær
Engin vorkunn í boði hjá Solskjær vísir/getty
Ef leikmenn Manchester United fara að vorkenna sjálfum sér eftir tapið fyrir Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu þá fær sá hinn sami að setjast beint á varamannabekkinn. Þetta segir Ole Gunnar Solskjær.

United tapaði 0-2 á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrlsitum Meistaradeildarinnar á þriðjudagskvöld. PSG yfirspilaði United í seinni hálfleik og er staðan ekki vænleg fyrir seinni leikinn.

„Við mætum Chelsea og Liverpool í næstu tveimur leikjum. Hver sá sem er að vorkenna sjálfum sér hann fær ekki að spila næsta leik,“ sagði Solskjær.

„Ekki vorkenna ykkur. Þetta er í öðrum gæðaflokki en það sem við erum vanir.“

„Auðvitað voru mikil vonbrigði í klefanum eftir leik en við förum til Parísar og gefum okkar besta í leikinn,“ sagði Solskjær.

United mætir Chelsea í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar næsta mánudagskvöld og spilar svo við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 24. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×