Enski boltinn

Leikmenn Chelsea fengu annan skell með jafntefli við unglingaliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giroud var á meðal þeirra sem spilaði við unglingana
Giroud var á meðal þeirra sem spilaði við unglingana vísir/getty
Leikmenn Chelsea halda áfram að þola niðurlægingu en margar af stjörnum liðsins þurftu að sætta sig við jafntefli gegn unglingaliði félagsins eftir að hafa tapað 6-0 fyrir Manchester City.

Maurizio Sarri hélt liðsfund eftir tapið stóra og sendi svo varamennina úr leiknum, ásamt öðrum leikmönnum í aðalliðinu sem spiluðu ekki leikinn, út að spila við lið úr akademíu félagsins eftir því sem segir í frétt The Times.

Leikurinn var aðeins 60 mínútur og spilaður í fjórum leikhlutum í stað tveggja. Hann endaði með 3-3 jafntefli þar sem unglingarnir réðu vel við Willian, Olivier Giroud og fleiri stór nöfn.

Sarri horfði á megnið af leiknum og íhugar án efa að gera einhverjar breytingar á hópnum sem hann er með.

Mikil pressa er orðin á Sarri en Chelsea á annan stóran leik á mánudagskvöld þegar liðið mætir Manchester United í ensku bikarkeppninni. Fyrst spilar Chelsea þó við Malmö í Evrópudeildinni í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×