Enski boltinn

Sir Alex um Eric Harrison: Einn besti þjálfari okkar tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, nýtti sér vel starf Eric Harrison og byggði liðið í kringum leikmenn sem komu í gegnum unglingastarf félagsins. Hér er hann með tvö af fjölmörgum bikurum sem hann vann.
Sir Alex Ferguson, nýtti sér vel starf Eric Harrison og byggði liðið í kringum leikmenn sem komu í gegnum unglingastarf félagsins. Hér er hann með tvö af fjölmörgum bikurum sem hann vann. Vísir/Getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og sigursælasti stjóri allra tíma, hefur minnst Eric Harrison sem féll frá í gærkvöldi.

Eric Harrison var unglingaþjálfari hjá Manchester United og vann mikið með 1992-árganginum sem tók yfir Manchester United liðið á tíunda áratugnum.

Í 1992-árganginum voru leikmenn eins og Ryan Giggs, David Beckham, Paul Scholes, Gary Neville, Nicky Butt og Phil Neville sem átti síðan allir eftir að vinna þrennuna með Manchester United tímabilið 1998 til 1999.

„Þegar ég kom til Manchester United þá var ég heppin að hafa Eric hjá félaginu sem yfirmann unglingastarfsins. Ég fékk að sjá hvernig hann vann og ekki bara með 1992-áranginn heldur með alla unga leikmenn félagsins,“ sagði Sir Alex Ferguson.

„Hann byggði upp karakter og ákveðni í þessum ungu leikmönnum og undirbjó þá vel fyrir framtíðina,“ sagði Sir Alex.

„Hann var kennari, bjó til braut og val fyrir þessa stráka og það gerði hann bara með því að leggja mikið á sig og fórna sér fyrir þá. Honum tókst að ná frábærlega til þessara ungu leikmanna og það gerði hann að einum besta þjálfara okkar tíma,“ sagði Sir Alex.

„Eric var líka lúmskur húmoristi og talaði alltaf hreint út. Ég dáðist af því hjá honum,“ sagði Sir Alex.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×