Enski boltinn

Bálreiður Pogba barði í skáp en bað félagana afsökunar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba var ósáttur við sjálfan sig.
Paul Pogba var ósáttur við sjálfan sig. vísir/getty
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, tók því ekki vel að vera rekinn af velli í fyrri leik liðsins á móti Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeiildar Evrópu í fótbolta.

Pogba átti ekki sinn besta dag eftir að fara hamförum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en ofan á 2-0 tap fékk Frakkinn að líta rautt spjald og verður í banni í seinni leiknum.

„Pogba var miður sín og bað alla liðsfélagana afsökunar,“ segir heimildamaður götublaðsins The Sun sem fjallar um málið en greinina skrifar Neil Custis sem hefur það að starfi að vita allt um Manchester-liðin tvö.

„Pogba leið eins og hann hefði brugðist liðinu og hann var í rusli yfir því að missa af seinni leiknum. Hann barði nokkrum sinnum reiður í skápinn sinn.“

Eftir að fara taplaus í gegnum ellefu fyrstu leikina kom loks að fyrsta tapi Ole Gunnar Solskjær en liðið þarf að vinna 3-0 á Prinsavöllum í París til að komast áfram í átta liða úrslitin.


Tengdar fréttir

Draxler: Við getum stöðvað Pogba

Það er stórleikur í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er Manchester United tekur á móti franska ofurliðinu PSG á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×