Viðskipti innlent

Magnús Óli áfram formaður FA

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Ragna Garðarsdóttir, Bjarni Ákason, Friðrik Ingi Friðriksson, Magnús Óli Ólafsson, Guðmundur Sigtryggsson og Anna Kristín Kristjánsdóttir.
Guðrún Ragna Garðarsdóttir, Bjarni Ákason, Friðrik Ingi Friðriksson, Magnús Óli Ólafsson, Guðmundur Sigtryggsson og Anna Kristín Kristjánsdóttir. Félag atvinnurekenda
Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær.

Magnús tók við formennsku í félagið árið 2017 og byrjar nú seinna kjörtímabil sitt sem formaður en því lýkur 2021.

„Auk Magnúsar voru fjórir meðstjórnendur kjörnir á aðalfundinum. Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Bako-Ísberg og stjórnarmaður í Skakkaturni ehf. (Apple á Íslandi) og Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi í Aflvélum, Burstagerðinni og Spodriba, voru kjörnir til tveggja ára.

Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri XCO ehf., og Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu ehf., voru kjörin til eins árs.

Fyrir situr í stjórn Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður og eigandi hjá Hvíta húsinu, en hún var kjörin á aðalfundi 2018 til tveggja ára,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×