Öskubuskuævintýri Newport á enda

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Newport báðu til hærri máttarvalda en varð ekki að ósk sinni í þetta skipti
Stuðningsmenn Newport báðu til hærri máttarvalda en varð ekki að ósk sinni í þetta skipti vísir/getty
Manchester City er komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir sigur á D-deildarliði Newport County.

Englandsmeisturunum gekk illa að brjóta vörn Newport á bak aftur og var markalaust í hálfeik. Velska liðið var þétt til baka og neyddi City í langskot utan af velli. Á meðan nýttu heimamenn sér föst leikatriði og tókst að ógna marki City stöku sinnum.

Það voru hins vegar aðeins fimm mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Leroy Sane kom Manchester City yfir. Sane skaut þrumuskoti í markmannin Joe Day, svo föstu að markmaðurinn fékk blóðnasir, og af Day rúllaði boltinn yfir marklínuna.

Eftir að markið kom var ljóst að verkefnið yrði erfiðara fyrir Newport sem þurfti þá að sækja sitt eigið mark. Phil Foden náði að nýta það þegar hann vann boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði upp völlinn og skaut í átt að marki. Day hefði átt að verja boltann en hann missti hann á milli handa sér og í netið.

Newport náði hins vegar að skora á 88. mínútu og stuðningsmenn heimamanna gátu leyft sér að vona. Vonin slökknaði hins vegar aðeins mínútu seinna þegar Foden skoraði sitt annað mark.

Riyad Mahrez batt svo lokahnútinn á sigur City í uppbótartíma, lokastaðan 4-1 sigur Manchester City og öskubuskuævintýri Newport er úti. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira