Íslenski boltinn

Fjölnir vann HK í Lengjubikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur í leik með Fjölni.
Guðmundur í leik með Fjölni. vísir/getty
Fjölnir vann sigur á HK í fyrsta leik beggja liða í Lengjubikarnum þetta árið. Liðin mættust í Kórnum í kvöld.

Heimamenn í HK byrjuðu leikinn betur og skoraði Brynjar Jónasson fyrsta mark HK eftir aðeins sex mínútna leik. Markið kom með skalla eftir hornspyrnu.

Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði fyrir Fjölni áður en flautað var til hálfleiks og var því jafnt með liðunum þegar flautað var til leikhlés.

Sigurmarkið kom undir lok leiksins þegar Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði með skalla.

Liðin leika í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins og var þetta fyrsti leikur riðilsins. Fjölnir fer því á topp riðilsins en með þeim í riðli eru KA, Íslandsmeistarar Vals, Afturelding og Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×