Handbolti

Óðinn Þór með þrjú mörk í öruggum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð.
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/ernir
Hægri hornamaðurinn knái Óðinn Þór Ríkharðsson var í eldlínunni í EHF-bikarnum í handbolta í dag þegar lið hans, GOG, fékk spænska úrvalsdeildarliðið Granollers í heimsókn. 

Danska liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum og var sigurinn raunar aldrei í hættu en heimamenn leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 17-13. Þeir héldu áfram að auka muninn í síðari hálfleik og unnu að lokum átta marka sigur, 34-26.

Óðinn Þór skoraði þrjú mörk í leiknum.

Jon Andersen Lindenchrone var markahæstur hjá GOG með 8 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×