Enski boltinn

Van Dijk eins mikils virði og að hafa 30 marka framherja í liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk ræðir málin við Sadio Mane.
Virgil van Dijk ræðir málin við Sadio Mane. Getty/Andrew Powell
Liverpool spilar mikilvægan leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þarf að gera það án eins síns mikilvægasta leikmanns.

Virgil Van Dijk er í leikbanni í fyrri leiknum á móti Bayern München eftir að hafa fengið gult spjald í lokaleik riðlakeppninnar.

Josh Wright á WhoScored síðunni lagðist yfir það að meta áhrif þess á leik Liverpool að geta ekki treyst á Van Dijk í öftustu línu í kvöld.





Liverpool vörnin var þekkt fyrir að gera mörg mistök fyrir komu Virgil Van Dijk en hann hefur fært allt annað yfirbragð yfir varnarlínu liðsins.

Liverpool er nú það lið sem hefur haldið markinu oftast hreinu á þessu tímabili i ensku úrvalsdeildinni.

Á síðustu tímabilum hefur Liverpool liðið oft þurft að skora meira en tvö mörk til að landa sigri en í vetur hefur liðið oft náð öllum þremur stigunum þrátt fyrir að skora aðeins eitt mark.

Að mati Josh Wright er Virgil Van Dijk eins mikils virði og að hafa 30 marka framherja í liðinu.

Hann býst við því að Fabinho byrji í miðri vörninni við hlið Joel Matip en Dejan Lovren er að glíma við meiðsli og því óvissa með þátttöku hans.

Leikbann Virgil Van Dijk kemur á slæmum tíma enda þarf Liverpool vörnin að glíma við pólska framherjann Robert Lewandowski á Anfield í kvöld. Það hefði verið úrvalsverkefni fyrir Van Dijk en lendir nú á herðum Matip og annaðhvort Fabinho eða Lovren.

Leikur Liverpool og Bayern München hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×