Viðskipti erlent

Þriðja hverjum starfs­manni sænsku Vinnu­mála­stofnunarinnar sagt upp

Atli Ísleifsson skrifar
Alls starfa um 13 þúsund manns hjá stofnuninni.
Alls starfa um 13 þúsund manns hjá stofnuninni. Wikipedia Commons
Þriðja hverjum starfsmanni Vinnumálastofnunarinnar í Svíþjóð (s. Arbetsförmedlingen) var sagt upp í morgun. Alls fengu um 4.500 manns uppsagnarbréf, en um er að ræða eina mestu hópuppsögn í sögu landsins.

Alls starfa um 13 þúsund manns hjá stofnuninni. SVT segir frá því að til standi að loka fjölda skrifstofa stofnunarinnar um landið, en af þeim 4.500 sem var sagt upp starfa milli 3.500 og 4.000 á skrifstofum annars staðar en á aðalskrifstofunum í Stokkhólmi.

Varað var við því fyrir jól að stofnunin þyrfti að skera niður þegar fjárlög voru samþykkt í þinginu.

Til samanburðar starfa um 150 manns á íslensku Vinnumálastofnuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×