Enski boltinn

Ferdinand: Hann getur hvorki hlaupið né varist

Dagur Lárusson skrifar
Jorginho hefur ekki heillað Ferdinand.
Jorginho hefur ekki heillað Ferdinand. vísir/getty
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og nú álitsgjafi, var alls ekki sáttur með spilamennsku Jorginho gegn Arsenal í gær.

 

Arsenal vann heldur þægilegan sigur á grönnum sínum í Chelsea 2-0 þar sem þeir bláklæddu virtust heldur slappir allan leikinn. Rio Ferdinand talaði sérstaklega um Jorginho eftir leik.

 

„Jorginho er leikmaður sem á að stjórna hraðanum í leiknum með góðum sendingum. En hversu margar stoðsendingar er hann kominn með á þessu tímabili?“

 

„Hann er ekki góður varnarmaður, og enn og aftur gegn stóru liði þá er einfaldlega hlaupið yfir hann á miðjunni. Hann getur ekki hlaupið einu sinni.“

 

„Þannig hann gefur liðinu ekkert varnarlega séð og hann gefur liðinu ekkert sóknarlega séð, hvað gerir hann þá,“endaði Ferdinand á að segja.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×