Handbolti

Dagur og lærisveinar í neðsta sætinu

Dagur Lárusson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Vísir/Eyþór
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka á HM þar sem Angóla bar sigurorð á Japan á meðan Makedónía hafði betur gegn Síle.

 

Japan tapaði fyrir Kóreu í leik um 21.-24. sæti á meðan Angóla tapaði fyrir Sádí Arabíu. Liðsmenn Angóla voru með völdin nánast allan leikinn og fóru t.d. með forystuna í hálfleikinn 14-11.

 

Forysta þeirra hélst út allan leikinn og unnu þeir að lokum sigur 32-29 og því endar Angóla í 23. sæti á meðan Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans enda í neðsta sætinu.

 

Hinn leikurinn var heldur jafnari en þar mættust Makedónía og Síle þar sem Makedónía fór með forystuna enn og aftur í hálfleikinn. Þeir gerðu slíkt hið sama gegn Íslandi og Rússlandi en töpuðu báðum leikjum.

 

Makedónar virtust þó hafa lært af mistökunum í dag því þeir enduðu á að landa sigri 32-30 og enda því í  fimmtánda sæti en Síle endar í sextánda sæti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×