Körfubolti

Framlengingin: Eins og að horfa inn í Mordor

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fannar Ólafsson situr ekki á skoðunum sínum
Fannar Ólafsson situr ekki á skoðunum sínum s2 sport
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport þar sem málefni líðandi stundar eru rædd. Í þessari viku fóru strákarnir yfir hvaða lið hafi ollið vonbrigðum í nýliðinni umferð.

Fannar Ólafsson sagðist hafa þurft þunglyndislyf eftir að hafa horft á Breiðablik í tíu mínútur.

„Það er bara svartnætti og eins og að horfa inn í Mordor. Þetta var hundleiðinlegt. Guð minn góður,“ sagði Fannar.

„Þeir slógu einhver met í ömurlegum körfubolta,“ tók Jón Halldór Eðvaldsson undir. Breiðablik tapaði 68-99 fyrir ÍR, en staðan hefði mátt vera mun verri miðað við spilamennsku Blika lengst af í leiknum.

Jón Halldór minntist þó líka á Tindastól sem tapaði fyrir Haukum í Hafnarfirði.

„Eitt best mannaða lið deildarinnar, hvað er að frétta? Mætið í leikinn og spiliði.“

Sérfræðingarnir ræddu einnig meðal annars hvort KR-ingar þurfi að hafa áhyggjur og hvaða lið sé líklegast til þess að bæta við sig leikmönnum.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan, þar á meðal ómissandi lokasprett þegar Kjartan Atli spurði þá Fannar og Jonna hvort þeir ætluðu að taka þátt í veganúar. Þeir sem hafa séð til Fannars Ólafssonar ættu að geta ímyndað sér viðbrögðin, en fyrir hina þá eru þau hér.



Klippa: Framlengingin: Algjört svartnætti hjá Blikum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×