Bíó og sjónvarp

Áhorf á Ófærð 2 með því hæsta sem mælst hefur

Birgir Olgeirsson skrifar
Fimmti þáttur Ófærðar var sýndur á sunnudag.
Fimmti þáttur Ófærðar var sýndur á sunnudag. Lilja Jóns
Heildaráhorf á nýjustu seríu Ófærðar er nú í kringum 60 prósent og hlutdeildin, það er hlutfall þeirra sem horfðu á sjónvarp þegar Ófærð var á dagskrá, um og yfir 90 prósent. 

Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust á öðrum degi jóla en í tilkynningunni kemur fram að hliðrað áhorf þáttanna, það er áhorf utan línulegrar dagskrár, meðal annars í spilara RÚV á netinu og efnisveitum á borð við Frelsisþjónustu fjarskiptafyrirtækja, hefur mælst liðlega helmingur af heildaráhorfi og aldrei mælst hærra, að því er fram kemur í tilkynningu um áhorf þáttanna frá RVK Studios og Ríkisútvarpinu.

Í tilkynningunni segir að heildaráhorfið á þættina til þessa sé með því hæsta sem mælst hefur á leikið efni í íslensku sjónvarpi.

Sýning seríunnar er hálfnuð, búið að sýna fimm þætti af tíu, en í tilkynningunni segir að búast megi við að aðrir þættir í seríunni nái samskonar áhorfi eða meiru, eins og raunin varð með fyrstu þáttaröðina þar sem áhorfið jókst eftir því sem nær dró endalokum.

Í tilkynningunni kemur fram að áhorfið á aðra seríu Ófærðar sé met og að áhorfið muni halda áfram að aukast þar sem mælingar sýna að hliðaráhorf sé enn all nokkurt á þá þætti sem sýndir hafa verið til þessa. 

Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar  birti skýringarmynd á Twitter um helgina til að hjálpa áhorfendum að skilja tengslin á milli persóna í þáttaröðinni. Virðist skýringarmyndin hafa mælst vel fyrir en á annað þúsund manns hafa líkað við myndina.


Tengdar fréttir

Twitter brást vel við Ófærð

Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×