Handbolti

Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Arnar Freyr Arnarsson er undir smásjá sjúkraþjálfarans Jóns Birgis Guðmundssonar sem er faðir Elvars Arnar Jónssonar.
Arnar Freyr Arnarsson er undir smásjá sjúkraþjálfarans Jóns Birgis Guðmundssonar sem er faðir Elvars Arnar Jónssonar. vísir/tom
Strákarnir okkar æfðu í fyrsta sinn í dag eftir komuna til Þýskalands en æfingin fór fram í Ólympíuhöllinni í München þar sem að leikir íslenska liðsins eru spilaðir. Fyrsti mótherji er Króatía á morgun.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, gaf leikmönnum sínum frí í gær eftir þungar og rafmagnaðar æfingar í aðdraganda valsins á hópnum. „Ég vildi gefa þeim smá pásu og leyfa þeim að hugsa um eitthvað annað en handbolta,“ sagði Guðmundur við Vísi á æfingunni í dag.

Hann sagði enn fremur að allir leikmenn íslenska liðsins væru klárir í slaginn og kinnkaði kolli aðspurður hvort hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson gæti spilað en hann hefur glímt við veikindi undanfarna daga.

Stefán Rafn æfði af krafti í dag eins og allir leikmenn íslenska liðsins en Tomas Svensson, markvarðaþjálfari liðsins, sá um upphitun strákanna í Ólympíuhöllinni í dag.

Arnar Freyr Arnarsson fór ekki á æfingamótið í Noregi vegna meiðsla en hann fékk þungt högg á andlitið um jólin og þarf að æfa með myndarlega svarta hlífðargrímu. Hann má aftur á móti ekki spila með grímuna en notar hana á æfingum til að koma í veg fyrir frekari meiðsli.

Klippa: Arnar Freyr - Get ekki beðið eftir því að byrja

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×