Viðskipti erlent

Barnaklám hjá leitarvél Bing

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Að mati TechCrunch er um að ræða alvarlegan misbrest.
Að mati TechCrunch er um að ræða alvarlegan misbrest. Getty/Miguel Candela

Bing, leitarvélin sem er ekki Google, á við alvarlegan barnaklámsvanda að stríða. Þetta kom fram í skýrslu sem AntiToxin vann fyrir tæknimiðilinn TechCrunch.

Á síðu TechCrunch sagði í gær að afar auðvelt væri að finna barnaklám á myndahluta leitarvélarinnar, sem Microsoft starfrækir; hún stingi upp á leitarorðum sem hjálpa fólki að finna enn meira barnaklám.

Að mati TechCrunch er um að ræða alvarlegan misbrest.

„Það er engin afsökun fyrir því að fyrirtæki á borð við Microsoft, sem hagnaðist um 8,8 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi, verji of litlu í öryggismál,“ sagði í umfjölluninni.

Jordi Ribas, varaforseti Microsoft, sagði niðurstöðuna óásættanlega.

„Við höfum samstundis fjarlægt þessar niðurstöður og viljum koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Við einbeitum okkur að því að læra af mistökum okkar,“ sagði Ribas.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.