Íslenski boltinn

„Velkomin aftur Sandra“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra María Jessen hefur leikið 116 leiki í fyrir Þór/KA í Pepsi deild kvenna
Sandra María Jessen hefur leikið 116 leiki í fyrir Þór/KA í Pepsi deild kvenna Visir/stefán
Sandra María Jessen er nýjasta íslenska knattspyrnukonan sem fer út í atvinnumennsku en hún hefur gert samning við þýska úrvalsdeildarliðið Bayer 04 Leverkusen.

Sandra María gerir samning út árið 2020 en hún þekkir vel til hjá þýska félaginu. Sandra spilaði með Bayer 04 tímabilið 2015/16.

Bayer 04 tekur vel á móti Söndru Maríu og Twitter-síðu félagsins stendur bara: „Velkomin aftur Sandra“





Sandra Maria Jessen hefur spilaði í meistaraflokki frá 2011 og er því mjög reynslumikil þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul.

Sandra María Jessen hefur líka verið einn besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna undanfarin ár og var lykilmaður í Íslandsmeistaratitlum Þór/KA 2012 (18 mörk) og 2017 (8 mörk).

Sandra María var kosin besti leikmaður Pepsi deildar kvenna 2018 af leikmönnum deildarinnar en hún skoraði þá 14 mörk í 18 leikjum. Sandra vantar aðeins eitt mark til að verða markahæsti leikmaður Þór/KA í efstu deild en verður að bíða með að taka metið af Rakel Hönnudóttur.

Sandra María er enn einn sterki uppaldi leikmaðurinn sem Þór/KA missir en áður hafði Anna Rakel Pétursdóttir samið við sænska liðið Linköping og Lilý Rut Hlynsdóttir samið við Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×