Enski boltinn

Rannsaka meint kynþáttaníð í garð Son

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Son hefur verið drjúgur fyrir Tottenham að undanförnu
Son hefur verið drjúgur fyrir Tottenham að undanförnu Vísir/Getty
Tottenham hefur hafið rannsókn á því hvort stuðningsmaður liðsins hafi beitt Son Heung-min, leikmann Tottenham, kynþáttaníði í leik Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Stuðningsmaður Tottenham sagði frá því á Twitter að hann hafi orðið vitni að níðinu. Stuðningsmaðurinn, blaðamaðurinn James Dickens, lét öryggisverði vita og fór svo sjálfur og ræddi við þann sem átti í hlut og sá blótaði Dickens bara.

Tottenham gaf frá sér tilkynningu þar sem félagið sagðist vera með málið undir rannsókn.

Mikið hefur verið um kynþáttaníð í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er þetta ekki í fyrsta skipti sem Tottenham á í hlut, stuðningsmaður liðsins kastaði bananahýði inn á Emiratesvöllinn þegar Pierre-Emerick Aubameyang skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna fyrr í vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×