Enski boltinn

Harry Kane gæti verið frá í mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane er enn að bíða eftir að bólhan hjaðni.
Harry Kane er enn að bíða eftir að bólhan hjaðni. Getty/Clive Rose
Framherjahallæri er framundan hjá Tottenham eftir að Harry Kane meiddist á sama tíma og liðið missti Heung-Min Son í Afríkukeppnina.

Harry Kane meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Manchester United á Wembley á sunnudaginn.

Heung-Min Son er farinn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að taka þátt í Asíukeppninni með landsliði Suður-Kóreu. Úrslitaleikurinn í þeirri keppni fer ekki fram fyrr en 1. febrúar og Son verður lengi í burtu gangi Suður-Kóreumönnum vel.

Ökklinn á Harry Kane bólgnaði svo mikið að Tottenham er enn að bíða eftir að hún hjaðni svo þeir geti myndað ökklann.

Fram að því er erfitt að segja nákvæmlega hversu alvarleg meiðslinn séu en samkvæmt frétt Telegraph þá óttast fróðir menn hjá félaginu að Kane verði frá í mánuð.





Ef Harry Kane verður frá í fjórar vikur þá mun hann missa af mörgum mikilvægum leikjum þar á meðal seinni undanúrslitaleiknum á móti Chelsea í enska deildabikarnum.

Tottenham gæti þurfti að treysta á Spánverjann Fernando Llorente eða að nota Lucas Moura sem fremsta mann en hann er að koma til baka eftir meiðsli.

Það munar hinsvegar mikið um stjörnuleikmanninn Harry Kane sem hefur þegar skorað tuttugu mörk á tímabiliunu þar af fjórtán þeirra í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×